Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Blaðsíða 83
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
129
Gott sýnishorn íslenskrar fjármálastjórnar er það, að
margfalt meira fé er varið til að launa póstafgreiðsluna í
stofuylnum en sjálfan póstflutninginn yfir fjöll og firnindi.
Árið sem leið voru líka laun allra pósta lækkuð með niður-
boði. þar er sparnaðurinn byrjaður við ríkisþjónana, sem
mest hafa erfiðið og ábyrgðina. peir eiga sér ekki æfilanga
embættishelgi mannanna með mjúku hendurnar, sem aldrei
eru krafðir um líkamlegt erfiði.
Póstarnir frá Seyðisfirði og Akureyri mætast á
Grímsstöðum. Var eg með báðum yfir fjöllin. Ólíkir menn,
eins og gamli og nýi tíminn. Norðanpóstur er ungur ey-
firskur bóndi, snarmenni og mentað snyrtimenni af hug-
sjónaskóla Hallgríms Kristinssonar. Austanpóstur gamall
jötunn, fíleflt karlmenni, sem aldrei verður aflfátt né ráða,
og ganga af honum margar hreystisögur. En eðlilega fylg-
ir hann hugsunarhætti og siðum sinna æskuára, og er lítt
nýbreytinn. Báðum póstum treystir ferðamaðurinn jafnt
sem öruggum leiðtogum.
F j ö 11 i n. Vegur aðalpósta liggur um 120 kílómetra
leið yfir ,,fjöll“, eða öllu heldur aðalhásléttu landsins,
milli Norður- og Austui’lands. þrjár dagleiðir, í góðu, eru
yfir öræfin, líkt og þegar farinn er Kjalvegur eða Sprengi-
sandur, milli Norðurlands og Suðurlands. Farið er að miklu
leyti fram hjá tveimur sýslum. Báðir póstarnir voru sam-
mála um, að þessa póstleið ætti að leggja niður og flytja
póstinn norðari leiðina, allan eftir bygðum.
Einkennilega fagur er þessi hluti hásléttunnar, og
víða hvar bygður, þó dreift sé. Vestan Jökulsár er nú eng-
in bygð á „Mývatnsfjöllum“, en mest gróið land meðfram
veginum og hinn ágætasti afréttur. f>ar er, austarlega á
f jöllunum, hið fræga melland eða hestagönguland á Austur-
fjöllum margar mílur frá norðri til suðurs á lengd. f>ar
gengur ætíð fjöldi hesta og ætíð „gengur eitthvað af“ af
hestum. Melurinn vex í háum sandhólum, og er hér bæði
jafnsvalt og skjólgott.
Austan við ána er bygðin á Hólsfjöllum, veruleg há-
fjallabygð, lítið hægt að treysta hér á engi og tún, úti-
9