Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 8
54 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
hann hafi hæfilega skólamentun, og í þrjú ár verið
undinnaður í góðu kaupfélagi. Tilraunin í Stykkishólmi
hefir gengið vel fyrsta sumarið. Tekist að reka allmikla
verslun án þess að félagsmenn skuldi. Félagið lætur að
mestu hönd selja hendi. Eiga efnamennirnir þá auðvitað
hægast með að nj óta hlunnindanna. Félagið hefir haft mik-
il óbein áhrif á verðlagið í þoipinu. Segja menn að vest-
an, að kaupmenn hafi mikið orðið að setja niður verð á
vörum, t. d. 10 krónur tn. af sumum matvörum. Kemur
þetta sér vel, því að fátæktin er mikil á Snæfellsnesi og
Fellsströnd, þar sem Magnús á Staðarfelli hefir verið eins-
konar umboðsmaður kaupmannaverslunar í Hólminum. Og
alment kenna menn hinn erfiða efnahag bænda í þessum
sveitum óhagstæðri verslun áratugum saman. Vafasamt
er, hvort hið lækkaða vöruverð, sem stafar af verslun
kaupfélagsins, nær til allra. Gamaldags verslanir geta
fundið upp á því, að hafa kjörin að einhverju leyti mis-
jöfn, harðari fyrir þá, sem litlar líkur eru til að geti notið
skifta við kaupfélagið. Ástandið á Snæfellsnesi í verslun-
arefnum hefir verið svo nafntogað, að einn íslenskur ráð-
herra hefir látið sér til hugar koma, að það þyrfti að reka
einskonar landsverslun á Snæfellsnesi í svo sem 20 ár, til
að rétta fólkið við eftir alt, sem á undan er gengið. Nú fer
væntanlega þannig, að ekki þarf svo mikils við. Samvinn-
an ætti að geta bjargað sýslubúum, þó að til þess þurfi
töluvert langan tíma.
þau tvö félög á Suðurlandi hafa tekið
Hekla og nokla-um breytingum. Skipulag Ingólfs
Ingólfur. var víst aldi’ei fyllilega eins og gera mátti
ráð fyrir í samvinnufélagi. Og þegar sam-
vinnulögin komu, treysti félagið sér alls ekki að upp-
fylla skilyrði þeirra, en lét skrásetja sig sem hlutafélag.
Nú hefir það samt ekki dugað, og er talið eins líklegt, að
félagið hætti. Einar á Geldingalæk er fomiaður þess. Hann
bauð sig fram fyrir kaupmenn í Rangárvallasýslu nú í
haust, og taldi það sitt aðalerindi á þing, að drepa sam-
ábyrgð kaupfélaganna. Að vísu var ekki skiljanlegt, hvern-