Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 107
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 153
lönd í öðrum heimsálfum, og félög voru stofnuð, sem áttu
að hagnýta sér auðæfi þeirra gegn háu gjaldi til ríkissjóðs.
Fyrir tíð Colberts átti Frakkland lítinn verslunar- og her-
skipaflota, en á hans síðustu árum var skipastóll þess þriðji
í röðinni. Ríkið lét gera margar ágætar hafnir, rak skipa-
smíðastöðvar, en einstökum mönnum og félögum voru veitt
verðlaun fyrir ný skip. Öflug verslunar-
félög höfðu alla verslun við nýlendurn-
ar, og viðskiftaveltan óx ár frá ári.
Colbert áleit, að hægast væri að
afla ríkinu tekna með óbeinum skött-
um, án þess að menn yrðu þess verulega
varir. Allar stéttir áttu að gjalda til
ríkissjóðs, en frá gamalli tíð hafði að-
allinn og klerkastéttin verið að mestu
skattfrjáls. Colbert vildi því óbeina
skatta, til þess að þessar stéttir yrðu líka að greiða skatt.
Hann vildi miða skattana við gjaldþol manna, og hélt, að
það væri hægast með óbeinum sköttum. Colbert hirti
minna um landbúnaðinn en aðra atvinnuvegi, og beitti sér
ekki fyrir umbótum í sveitum. þó voru kjör bænda betri á
hans dögum en þau urðu síðar; ríkið þurfti ekki að íþyngja
þeim með sköttum, sökum velgengni í öðrum atvinnuveg-
um. Frakkland var í miklum uppgangi um daga Colberts.
Tolltekjur ríkisins voru miklar, og jukust ár frá ári, og
fjárhagur þess var í besta lagi. þegar Colbert tók við fjár-
málum ríkisins, var tekjuhallinn 28 miljónir franka, en
eftir 5 ár fóru tekjurnar 15 miljónir franka fram úr út-
gjöldum.
Á síðari hluta 16. aldar voru Hollendingar orðin
fremsta siglingaþjóð hér í álfu, en þegar kemur fram á 17.
öld, voru Englendingar orðnir skæðir keppinautar þeirra.
Um hríð keptu þessar þjóðir um verslunarítök og yfirráð-
in á sjónum. Á stjórnarárum Olivers Cromwells varð full-
ur fjandskapur milli þessara þjóða. Cromwell lagði alt kapp
á að brjóta á bak aftur veldi Hollendinga, eyðileggja versl-
un þeirra og siglingar, og ná undan þeim nýlendunum.