Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 107

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 107
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 153 lönd í öðrum heimsálfum, og félög voru stofnuð, sem áttu að hagnýta sér auðæfi þeirra gegn háu gjaldi til ríkissjóðs. Fyrir tíð Colberts átti Frakkland lítinn verslunar- og her- skipaflota, en á hans síðustu árum var skipastóll þess þriðji í röðinni. Ríkið lét gera margar ágætar hafnir, rak skipa- smíðastöðvar, en einstökum mönnum og félögum voru veitt verðlaun fyrir ný skip. Öflug verslunar- félög höfðu alla verslun við nýlendurn- ar, og viðskiftaveltan óx ár frá ári. Colbert áleit, að hægast væri að afla ríkinu tekna með óbeinum skött- um, án þess að menn yrðu þess verulega varir. Allar stéttir áttu að gjalda til ríkissjóðs, en frá gamalli tíð hafði að- allinn og klerkastéttin verið að mestu skattfrjáls. Colbert vildi því óbeina skatta, til þess að þessar stéttir yrðu líka að greiða skatt. Hann vildi miða skattana við gjaldþol manna, og hélt, að það væri hægast með óbeinum sköttum. Colbert hirti minna um landbúnaðinn en aðra atvinnuvegi, og beitti sér ekki fyrir umbótum í sveitum. þó voru kjör bænda betri á hans dögum en þau urðu síðar; ríkið þurfti ekki að íþyngja þeim með sköttum, sökum velgengni í öðrum atvinnuveg- um. Frakkland var í miklum uppgangi um daga Colberts. Tolltekjur ríkisins voru miklar, og jukust ár frá ári, og fjárhagur þess var í besta lagi. þegar Colbert tók við fjár- málum ríkisins, var tekjuhallinn 28 miljónir franka, en eftir 5 ár fóru tekjurnar 15 miljónir franka fram úr út- gjöldum. Á síðari hluta 16. aldar voru Hollendingar orðin fremsta siglingaþjóð hér í álfu, en þegar kemur fram á 17. öld, voru Englendingar orðnir skæðir keppinautar þeirra. Um hríð keptu þessar þjóðir um verslunarítök og yfirráð- in á sjónum. Á stjórnarárum Olivers Cromwells varð full- ur fjandskapur milli þessara þjóða. Cromwell lagði alt kapp á að brjóta á bak aftur veldi Hollendinga, eyðileggja versl- un þeirra og siglingar, og ná undan þeim nýlendunum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.