Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 24
70 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
kostlegur rekstrarhalli. Nú leiðir það af eðli málsins, að
samvinnublað fær ekki fyr en í seinustu lög auglýsingar,
sem um munar, frá keppinautunum. Hinsvegar eru sam-
vinnumenn orðnir smeykir við ofurvald keppinautanna yfir
blöðunum. Nú er svo komið, að í Englandi öllu eru til
sárfá, óháð, áhrifamikil blöð. Auðfélögin eiga blöðin. Og
blöðin móta almenningsálitið að miklu leyti. Ef samvinnu-
mennirnir verða að fá allar fréttir og skýringar á atburð-
um innanlands og utan, af „lituðum“ frásögnum í kaup-
mannablöðunum, þá em þeir á því sviði háðir yfirráðum
andstæðinga sinna. Ensku samvinnumennirnir segja, að
þeim liggi jafnmikið á að hafa sín eigin blöð, eins og sín-
ar eigin búðir, banka, heildsölur og verksmiðjur. Helst
er gert ráð fyrir, að hvert félag í Englandi og Skotlandi
leggi fram dálítið af stofnhlutafénu, í hlutfalli við félags-
mannatölu. Síðan skuldbindur hvert félag sig til að aug-
lýsa í blaðinu fyrir vissa upphæð. Verður hér í tímaritinu
sagt frá framgangi þessa mikla máls, jafnótt og líður.
Próf. F. Hall, yfirmaður í fræðslustjórn
Samvinnument- ensku kaupfélaganna, bar fram á Sam-
un í Bretlandi. bandsfundi Breta í vor tillögu, sem var
samþykt, að láta tillög til samvinnufræðslu
ekki vera háð tekjuafgangi félaganna ár hvert, heldur vera
víst framlag á hvern félagsmann, því að það væri jafnvel
enn meiri nauðsyn að auka samvinnufræðslu og skilning
á félagsskapnum, þegar hart væri í ári og kreppa, heldur
en þegar alt léki í lyndi. — Hingað til hafa framlög til
samvinnufræðslu í Englandi verið ákveðinn hundraðshluti
af því, sem sparaðist á hverju ári, og útborgað um ára-
mót. Á krepputímum getur svo farið, að þessar tekjur
þverri með öllu, og legst þá niður öll andleg starfsemi.
Forráðamenn bresku félaganna sáu, að ekki mátti við svo
búið standa, og féllust á tillögu Mr. F. Hall.
Einn hinn frægasti samvinnumaður í heimi
Hin gullna bók. er Sir William Maxwell. Hann var forseti
alþjóðasambandsins í 14 ár, og lét af því
starfi sökum aldurs 1921. Eftirmaður hans er Goedhart,