Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 126
172 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
vinna að almennri fræðslu, í því skyni, að auka skilning
almennings á niðurstöðum náttúruvísindanna. Frá því um
1820 höfðu nemendur frá fjöllistaskólanum haldið fræðandi
fyrirlestra um náttúrufræðileg efni. Comte hafði tekið
þátt í því starfi og haldið árum saman allmarga ókeypis
fyrirlestra, fyrst um stjömufræði og síðar um raunvísind-
m. Árið 1848 stofnaði hann raunspekisfélagið, og ætlaðist
til, að það næði tökum á hinni nýju byltingu, eins og Ja-
kobinaklúbburinn á stjórnarbyltingunni miklu. En félagið
varð aldrei nema fámennur hópur. Á næstu þrem árunum
hélt Comte enn allmarga opinbera en ókeypis fyrirlestra
um félagsmál og stjórnfræði. Einn af lokafyrirlestrunum
endaði með þessum orðum: „I nafni fortíðar og framtíðar
koma þjónar mannkynsins, bæði heimspekingar og for-
göngumenn framkvæmdanna, og heimta að fá að taka við
íorustu í þýðingarmestu málum þjóðanna. Takmark þeirra
er að vera forsjón á öllum sviðum, í siðferðilegri, andlegri
og efnalegri framþróun“. Fáum vikum síðar varð Napoleon
III. einskonar forsjón Frakka, en ekki raunspeki Comtes.
Maður er nefndur Emile Littré. Hann var þrem árum
yngri en Comte, nafnfrægui' málfræðingur og heimspeking-
ur. Hann fylgdi raunspekisstefnunni og var alúðarvinur
Comtes. Littré var vel kunnugt um, að eftir að framlög
hættu að koma frá Englandi, átti Comte við hina mestu
fjárhagsörðugleika að stríða. Gekst hann þá fyrir því, að
fylgismenn raunspekinnar í Frakklandi mynduðu félag til
að borga Comte föst árslaun það sem hann átti þá eftir
ólifað. Stuart Mill gekk í þennan félagsskap, þó að honum
hefði lítt verið þökkuð hans fyrri framganga. Félag þetta
borgaði Comte viðunanleg árslaun síðustu 9 árin sem hann
lifði. En fátæktin hafði kent honum að spara. Eru enn til
vasabækur hans frá síðustu árunum. Hafði hann ritað þar
hverja smáupphæð, sem hann eyddi, og var engu eytt tii
óþarfa. Framan af æfi hafði Comte haft yndi af sjónleikj-
um, en átt erfitt með að veita sér þá ánægju. Síðast stein-
hætti hann að fara í leikhús, og sótti ekki aðrar skemtanir
en söngleiki í óperunni, þegar kringumstæður hans leyfðu.