Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Side 73
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 119
pó að ýmislegt megi finna að þessum járnbyggingum
á Suðurlandi, einkum hvað þær eru dýrar og kaldar, verð-
ur því samt ekki neitað, að eins og tíðarfari er háttað, verð-
ur að teljast bráðnauðsynlegt að hafa húsin járnklædd.
Á Norðurlandi er miklu þurrari veðrátta. Allar bygg-
ingar endast því miklu betur, svo að sjaldnar þarf að
hyggja upp það, sem vel er vandað til í byrjun. Bæirnir
eni því meira í eldri stíl, og þó að þeir sýnist oft hrörleg-
ir hið ytra, geta þeir samt verið mjög góð híbýli. Útvegg-
ir eru víða bygðir úr kökkum (hnaus). þakið ekki rismik-
ið og vallgróið. Timburveggur snýr að hlaðinu, dyr eru á
honum miðjum og gangur frá þeim um þvert hús. Fyrst
er framhúsið til annarar handar, í því gestastofa, og
geymsluhús á móti. þar innar af búr og eldhús, sitt til
hvorrar handar, og yst baðstofan. þessir bæir geta verið
bjartir, hlýir og rúmgóðir, en það fer eftir efnum og hag-
sýni þess, er byggir. Ekki þorum við að ráða Sunnlending-
um til þess að taka upp þetta byggingarlag.
Timburhús eru á allmörgum bæjum, flest með járn-
þökum, hin með torfþökum. Steinhús eru á nokkrum bæj-
um, og er þeirra getið áður. þau eru flest nýgerð, og virt-
ist vel vandað til þeirra. Vonandi á það byggingarlag fram-
tíð fyrir sér hér á landi.
Fjái'húsin eru víðast fleirstæð garðahús, gerð upp á
grind, með ýmist einum eða tveim mæniásum. Dyrnar eru
á annari hliðinni, fjöldi þeirra fer eftir garðafjölda. Út-
veggir eru víðast úr kökkum, þakið ekki rismikið, mjög
þykt og hallar til beggja hliða. það sprettur eins vel og
tún, og er altaf slegið. Allir viðir eru sterkari og meira til
húsanna vandað en alment á Suðurlandi. 1 öllum nýrri fjár-
húsum í Húnavatnssýslu eru krærnar 3 álnir á vídd, garð-
inn á aðra alin á hæð og álíka víður. Hús þessi eru björt og
rúmgóð. Á nokkrum bæjum sáum við steinsteypt fjárhús
með járnþökum. Hlaðan stendur bak við húsin og heyið gef-
ið í pokum fram á garðana. Víða eru brynningartæki í fjár-
húsum, svo ekki þurfi að hrekja fé út í vont veður til að
vatna því.