Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Blaðsíða 91
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 137
alþýðing, en ekki hitt, að sníða öllum sama prófstakkinn
og vísa áfram fleiri eða fæni spor á háskólabrautinni.
Á Eiðum er húsþröng, og þarf skólinn meiri bygg-
ingar, enda sér þeirra von á malarfjalli miklu þar í tún-
inu, sem sagt er að kostað hafi ríkið tíu þúsund krónur.
Manni verður að spyrja, hvort byggja þurfi úr öllum þess-
um ósköpum, sem ekið hefir verið heim á túnið, úr því 40
nemendur þrengjast þó í gamla húsinu? Er ekki mölin á
Eiðum eitt af „landssjóðsslysunum"*) og henni ausið upp
úr einhverju ,,verkfræðingsgatinu“?*)
Vopnaf jörður. Varla lítur fríðari sveit en Vopna-
fjörð. þéttbýlt og frjósemdarlegt sumstaðar í Hofsárdal,
en hér eins og víða annarsstaðar, næstum ónumið land, t.
d. ströndin út frá Krossavík. þar er breitt „milli fjalls og
fjöru“ og gróið vel, en 10 kílómetrar milli bæja. Vopna-
fjarðarhreppur er stór og fólksmargur (800 manns), og
sem hérað fyrir sig, afgirtur breiðum heiðum. — Hér var
lengi höfuðvígi einokunar og selstöðuverslunar, og ber hér-
aðið þess enn nokkrar menjar. Nú er risið þar upp kaup-
félag, sem á þó við þungan andróður og marga örðugleika
að etja. Hérað þetta á eflaust mikla framtíð fyrir hönd-
um, liggur vel til aukinnar ræktunar og aukins samstarfs.
Leist mér vel á Vopnafjörð og Vopnfirðinga, enda kom eg
þar í sumarblíðu, þó almanakið teldi Góudaga.
N o r ð u r h j a r i. Mjög skiftir um alt gróður far þeg-
ar að austan er komið frá Vopnafirði í sveit þá, sem nefn-
ist Langanesstrandir, og liggur umhverfis Bakkafjörð.
Hvergi sést betur heimsskautablærinn á landinu en í sveit-
um milli Axarfjarðar og Vopnafjarðar, enda eru þær nyrst-
ar og blasa við hafi og köldum sjó. Rauðbroti og önnur
grös, sem víðast annarsstaðar á landinu eru fjallajurtir,
eru hér aðalgrösin niður að fjörumáli. þokur og súldir eru
tíðar og snjóþungi mikill. Flestar jarðir liggja að sjó, f jöru-
beit og sævarhlunnindi aðalundirstaða búnaðarins. Hér er
*) Bæði orðin sögð af fáráðlingi, sem vann að landssjóðs-
stórvirki norðanlands, og þó viðfræg orðin.