Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Blaðsíða 49
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
95
sáust þess glögg merki, þegar neðar dró. Hrossastóðið
var í hópum um brekkurnar; heldur var það ósællegt og
bragðdauft. Undarlegt ef ekki væri heppilegra að hafa
meira af sauðfé og minna af hrossum.
Á Sauðárkróki tók Björn hreppstjóri frá Veðramóti á
móti okkur og fylgdi okkur norður að Hólum í Hjaltadal.
Bauð hann okkur í gistihús bæjarins til kaffidrykkju. þar
skildi við okkur fylgdarmaður okkar, Jónatan J. Líndal.
Hafði hann reynst okkur ötull, en þó nærgætinn í öllu.
Ekki gátum við orðið hrifnir af Sauðárkróki, en við-
staða var líka lítil. þaðan fórum við um Sjávarborg að
Reynistað og Páfastöðum um kvöldið. Viðstaða var dálítil
á Sjávarborg, og komum við því ekki fyr en eftir hátta-
tíma til gististaða. Frá Sjávarborg fórum við um sólar-
lagsbil; fanst okkur þá sumum, sem við hefðum hvergi
komið á ferðalaginu, sem okkur þótti feguiTa útsýni. Við
sáum yfir Skagafjörðinn til Drangeyjar og Málmeyjar,
en til austurs yfir Hegranesið og Héraðsvötnin. það var
stafalogn og sólin virtist líða yfir sjávarflötinn norðan við
Drangey og laugaði alt í geislabaði. Sólaiiagið í Skagafirð-
inum var dásamlegast af öllu, sem við sáum á ferðalaginu.
Á Reynistað býr Jón Sigurðsson, alþingismaður Skag-
firðinga, ungur bóndi. íbúðarhús eru gömul með torfþök-
um. Gamla skálann, sem orðinn var 160 ára, var nýbúið
að rífa, þegar við komum, og var það leitt. þar sáum við
fjós og fjárhús með áfastri hlöðu, alt steinsteypt og með
járnþökum. Byggingar þessar voru vel gerðar. þar er stórt
og gott tún, sem gefur af sér 450 hesta, og talinn er þar
2000 hesta engjaheyskapur. Frá Reynistað og Páfastöðum
blasir við mesta engjaflæmi Norðurlands; er sagt, að lítið
beri á teigum, þó slegið sé í þúsundatali. þær eru víða egg-
sléttar, og því mikið notaðar vélar við heyskapinn.
Á Páfastöðum býr Albert Kristjánsson, sem ekki var
heima. En kona hans, Guðrún Ólafsdóttir, tók á móti okk-
ur og veitti rausnarlega, þótt bóndi hennar væri fjar-
verandi.
Akbraut liggur frá Sauðárkróki suður eftir Skaga-