Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 74
120 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
pað var auðheyrt á pingeyingum sérstaklega, að fátt
mundi það vera, sem gæfi betri arð, en það, sem gert væri
til þess, að ánum liði sem best. í Reykjahlíð t. d. er brunn-
ur í fjárhúsinu, grafinn margar álnir í klöpp, svo hægt
sé að vatna daglega, hvernig sem viðrar.
þá sögu heyrðum við fyrir norðan, að vart væri til
svo latur og værugjam karlmaður í þingeyjarsýslu, að
hann legði ekki af við að hirða ærnar um sauðburðinn, í
vondum vorum, og væru dæmi til þess, að fjármaðurinn
flytti rúmið sitt í garðann til ánna, og svæfi þar á nóttunni.
Eins og öllum er kunnugt, var einn með mestu harð-
indavetmm 1919—20, nærri um alt land, svo að varla gat
heitið, að við sæjum nokkursstaðar heytuggu eftir á Norð-
urlandi; þó var okkur sagt í Mývatnssveit, að einn þriðji
til helmingur af ám þar hefðu átt tvílembt, og varla nokk-
ur tvílembingui' dáið. Sé þetta satt, sem við efum ekki,
er þarna spegillinn af fjármensku þingeyinga. það er eng-
inn vafi á því, að í sauðfjárrækt eru þeir á undan flestum.
þeir eiga færra fé að tiltölu, en vænna og fara betur með
það og leggja meiri alúð við kynbæturnar, enda mun varla
betra sauðland annarsstaðar en í þingeyjarsýslum.
Félagsskapur virtist okkur meiri norðanlands, einkum
er kaupfélagsskapurinn búinn að ná meiri tökum á almenn-
ingi. Gætir þess mest í þingeyjarsýslum, og þaðan er ald-
an runnin til annara héraða. 1 þingeyjarsýslum versla flest-
ir bændur við kaupfélögin. það virðist alls ekki vera sprott-
ið af óbeit gegn kaupmönnunum, heldur af sannfæringu
um, að sú stefna sé rétt, og trú á sigur hennar, sem annað
eigi að víkja fyrir. T. d. má geta þess, að þegar gerðir voru
upp reikningar 1919 í tveimur kaupfélagsdeildum í Mý-
vatnssveit, voni innieignir 80 þús, kr. í annari, en 40 þús.
kr. í hinni. En skuldir 800 kr. í annari, en 1300 í hinni. þeir
sem áttu inni, fengu í vexti 4%. Okkur var sagt, að einn
bóndi, sem verslar við aðra þessa deild, ætti inni 20 þús. kr.
Ekki er ólíklegt, að margir bændur vildu eiga álíka upphæð
inni, þótt þeir fengju ekki meira en 4% vexti, þegar pen-
ingakreppan skellur á.