Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Blaðsíða 92
138 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
örðugt um ræktun, sökum tíðarfarsins, en þó er ræktunin
hér aðalframfaraskilyrðið. Hér verður hallærasamt í ísa-
árum, ef ekki eru fyrningar g ó ð r a h e y j a. petta hafa
ýmsir hygnir bændur í norðursveitum séð, og fyrir þeirra
forgöngu og að þeirra dæmi er hér talsvert mikið um ný-
yrkju á túnum. þeir búa hér best, er best hafa túnin. Með
aukinni ræktun verða sveitir þessar hin mestu framtíðar-
héruð, ef fyrningar ræktaða heysins geta fleytt þeim fjár-
fjölda yfir harðærin, er sjálfala gengur í fjörunum góðærin.
Prestar í norðursveitum þessum eru þrír, en kirkjur
fjórar. Eftir því, sem annarsstaðar viðgengst á landinu,
virðist mega fækka um tvo, og leggja niður brauðin á
Svalbarði og Skeggjastöðum að ósekju, með því líka að
sóknarbörnin í þessu prestalandi eru sennilega komin í
fyrningar guðsorðs og góðra siða.
Samvinnuhorfur.
Fyrir löngu hefir tilraun verið gerð til þess, að bænd-
ur á Héraði gætu haft verslun sína í eigin höndum. En
verslunarsamtökin hafa ekki þróast þar j a f n r i fram-
þróun, sem víða annarsstaðar. Pöntunarfélag Fljótsdals-
héraðs starfaði hér lengi, en fór að lokum „á höfuðið", til
stórskaða fyrir samvinnuhug manna þar eystra. Er þó auð-
skilið, að ekkert er svo gott, að ekki megi misnota, jafn-
vel kenningu Krists hefir þrásinnis verið í villu snúið, svo
má og misnota samvinnukenninguna, og reisa kaupfélög á
hállri hellu og hallandi, og stjórna þeim síðan illa, svo til
skaða verði, og þarf ekki frekar að óttast traust fé-
i ö g af þeim orsökum.
Ný kaupfélög hafa verið stofnuð svo að segja á hverj-
um firði þar eystra. prjú þeirra hafa ítök í verslun Hér-
aðsbúa, svo nokkru nemur.
KaupfélagHéraðsbúaá Reyðarfirði hefir að-
alverslun Vallamanna, Fellamanna og Fljótsdæla, og auk
þess allmargra manna úr öðrum sveitum Héraðs. f>að er
gott kaupfélag og efnað, og fer gengi þess vaxandi.
KaupfélagBorgfirðinga í Borgarfirði hefir