Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 89

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 89
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 135 áður klæddi landið „milli fjalls og fjöru“. Öxin hefir felt gömlu trén, sauðféð bitið nýgræðinginn. Náttúran er enn hin sama. Hvar sem girt væri kring um skógarkjarr og verndað, mundi náttúran, á hverri öld, klæða landið nýj- um „Hallormsstaðabjörkum“ og veita nógan raftvið, girð- ingastaura og við til listiðnaðar og annara þæginda. Hvað líður skógrækt ungmennafélaganna ? Misjafn- lega hirtir smáreitir sjást á stöku stað með vanþroska ungum kvistum. Vilja þau ekki fá hjá bændum, eða af jörð- um landssjóðs, k j a r r s v æ ð i, s k ó g a r s t æ ð i, til að girða og hjálpa náttúrunni til að hjálpa sér sjálfri? E g i 1 s s t a ð i r. „Allir vegir liggja til Róm“. Á Hér- aði liggja allir vegir til Egilsstaða, og þaðan niður á firð- ina til kaupmanna. þar er aðalpóststöð og símastöð, og liggja þaðan símalínur og póstleiðir í allar höfuðáttir. þar eni krossgötur þjóðvega og aðalpósta. Egilsstaðir standa við Lagarfljótsbrúna , og aðaldjúp Lagarins fært hverju hafskipi. Hvergi hefi eg séð höfuðból betur í hérað komið, hvergi betur húsað og stórmannlegar, og hvergi hitt bónda, betur sjáandi landsins gagn og nauðsynjar, heldur en Jón bónda Bergsson á Egilsstöðum, þótt blindur sé á líkams- augum nú orðið. Lengi hefir Jón Bergsson búið á Egilsstöðum, og rak þar verslun nokkra stund. Honum hefir græðst mikið fé, en þó mun verslun hans eigi síður hafa verið rekin vegna héraðsnauðsynar en eigin hagnaðar, meðan kaupmenn vom einráðir á fjörðum niðri. Egilsstaðir minna að mörgu leyti á Grund í Eyjafirði. En allólíkt hefir kaupmönnunum og bændum á þessum stöðum gengið að skilja sinn tíma. Grundar k a u p m a ð- u r i n n er einn ákveðnasti andstæðingur samvinnunnar í sínu héraði. Egilsstaðabóndinn er einn áhuga- mesti samvinnumaðurinn. Engan hitti eg þar gleggri og skilningsbetri á samvinnumál og búnaðarmál. Verslunin er niðurlögð. Tveir synir Jóns búa á Egilsstöðum, en þor- steinn sonur hans er forstjóri öflugasta kaupfélagsins á Austurlandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.