Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Blaðsíða 97
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 143
pað er kaupfélag, þegar nokkrir menn, með
Tilgamgur svipaðar þarfir, starfa saman að því, að
kaupfélaga. afla sér nauðsynja á betri og ódýrari hátt
en þeir gætu hver fyrir sig. Af þessu leið-
ir, að hvert kaupfélag verður að hafa fyrir lokatakmark að
reka framleiðslu og iðnaðarfyrirtæki, því að til að geta
bætt úr hinum daglegu þörfum manna, verður að fram-
leiða. þetta takmark er þó fjarlægt. Öll ung kaupfélög
verða að byrja með að kaupa vörur af öðrum. pau reka
búð fyr en verksmiðjur.
Merkur kaþólskur biskup sagði, að kaupfélögin væru
aðeins til að kaupa matvörur handa fólki. Látum svo vera.
J>að verkefni er líka nokkuð stórt, að útvega hinum efna-
minni stéttum þjóðfélagsins nauðsynjar með sannvirði.
Enskur hagfræðingur, Rowntree, álítur, að þriðjungur íbú-
anna í enskum borgum geti ekki, sökum fátæktar, keypt
það magn af næringarefnum, sem er nauðsynlegt til við-
halds heilbrigðum líkama. í öðru lagi notast þessum fá-
tæklingum ekki til fulls sínar litlu tekjur. þeir kaupa fyrir
lítið í einu af smákaupmönnum, vörur, sem gengið hafa
milli margi-a óþarfra milliliða, og hækkað í verði við hver
eigandaskifti. Ennfremur verða fátæklingarnir að fá til
láns. Hjá sumum tapast. Og skilvísu fátæklingarnir verða
að borga áhættuiðgjöldin í hækkuðu vöruverði. petta er
svo alkunnugt, að máltækið segir: „það eru ekki margir
auðmenn, sem hafa efni á því að kaupa jafndýrt og fátækl-
arnir“.
Kaupfélögin bæta úr þessu, einkum ef þau styðjast við
sterka samvinnuheildsölu. Með því móti fá neytendurnir
ósvikna matvöru og haldgóð fataefni fyrir þá peninga, sem
þeir hafa ráð á. Menn álíta, að það sé að ekki litlu leyti
kaupfélögunum að þakka,, að berklaveikin er í rénun í
Englandi.'
En fyfir utan það, að kaupfélögin láta félagsmenn ná
betri kaupum á nauðsynjavöru, hafa þau starfað á fleiri
sviðum. Víðá háfa þau bygt holl og góð hús fyrir félags-
menn. En þau bæta úr fleiri þörfum. það eru til samvinnu-