Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Blaðsíða 38

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Blaðsíða 38
84 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. bygt 1910 fyrir um 50 nemendur. Leikfimishús og skóla- garður, ca. 14 dagsl., bygt 1911. Auk þessa nokkrar smærri umbætur og viðbætur á peningshúsum. Frá Hvanneyri fórum við þann 26. að Norðtungu. Fylgdi Halldór skólastjóri okkur upp yfir Grímsá. Við lögðum lykkju á leið okkar að Sturlu-Reykjum og sumir lengra upp í Reykholtsdalinn, að Skáney, Reykholti og Breiðabólstað, svo að við gætum þó sagt, að við hefðum komið í Reykholtsdalinn. Er hann búsældarlegur, eins og víðar í Borgarfirði. Á Sturlu-Reykjum er hver, nokkra faðma frá bæn- um, sem notaður er til hitunar og suðu. Er steinsteypt pípa lögð úr honum inn í bæ og frá henni leiðsla um allan bæinn til upphitunar, en aðalpípan liggur inn í steinsteypt- an kassa með 4 suðuhólfum; þar er alt soðið, og þarf ekki að kveikja upp eld til annars en brenna kaffi og baka pönnukökur. þetta telja búendur svo mikla jarðabót, að ekki verði til peninga metið. Yfir Hvítá fórum við á brúnni; er það gömul trébrú og svo fúin, að hætta virtist að fara hana. Nú var verið að flytja efni þar að og á að rífa þessa, en járnbrú að koma í staðinn. Var svo haldið að Norðtungu. þegar þangað kom var Runólfur bóndi ekki heima og ekki búist við okkur. Stóð svo á því, að frá Hvanneyri áttum við að fara yfir Hvítá á ferju hjá Hvítárvöllum að Lundum í Mýrasýslu, en við kusum heldur að losa hesta okkar við sundið og njóta sem best útsýnis af þjóðveginum upp Borgarfjörðinn. þótt bóndi væri ekki heima í Norðtungu, fengum við afbragðs viðtökur og mátti á öllu sjá, að húsfreyjan kunni að taka á móti gestum. Eru húsakynni þar góð og hagan- lega fyrir komið, og prýðileg umgengni inni sem úti. þann 27. var sama blíðviðrið. þeir sem gistu í Norð- tungu, þurftu engar áhyggjur að hafa, því að Böðvar og Bjarni á Skáney voru suður í Reykholtsdal. þegar leið að hádegi, þóttust þeir, sem voru í Norðtungu, ekki geta beð- ið lengur, og lögðu af stað; var þá farið hjá Norðtungu- skógi og þverárhlíðarrétt, sem var bygð 1912, út stein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.