Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 98
144 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
„klúbbar“, kirkjur, leikhús og dagblöð. Vöxtur samvinnu-
stefnunnar stafar einmitt af því, að hún leysir úr fjöl-
breyttum viðfangsefnum og undir breytilegustu kringum-
stæðum.
Félagsmenn í kaupfélögum geta vænst að fá betri vör-
ur, ódýrari vörur, tekjuafgang hver fyrir sig, eða sameig-
inlega sjóði. En það er ekki hægt að fá þetta alt í einu.
það er meir að segja erfitt að fá tvent í einu.
En þó að kaupfélögin hafi mannbætandi áhrif, má
samt ekki blanda þeim saman við líknarfélög. Kaupfélögin
eiga að vera rekin sem sjálfstæð fyrirtæki, eftir venjuleg-
um viðskiftareglum. Líknarfélögin starfa fyrst og fremst
að því, að bæta úr mannlegri eymd.
Nálægasta takmark kaupfélaganna er að
Stefnuskrá útvega félagsmönnum nauðsynjar með
samvinnunnar. hagstæðum kjörum. þessi tilraun gæti virst
Aðfinslur draumórakend. Hvernig ættu félagsmenn,
hagfræðinga. sem yfirleitt eru leikmenn í verslun, að
versla betur en sérfróðir kaupmenn? það
er undarlegt. En reynslan er samt sú, að þetta hefir tek-
ist. Mörg þúsund félög í mörgum löndum hafa gert þenn-
an draum að veruleika. Og þó hafa kaupfélögin haft við
alvarlega erfiðleika að stríða. Fyrst og fremst mjög víða
vöntun á sérþekkingu við framkvæmdir, einkum í byrjun.
I öðru lagi hefir vantað „auga húsbóndans“, þann áhuga,
sem almennastur er, þegar menn berjast fyrir sínum per-
sónulega hagnaði. En félögin hafa líka yfirburði í aðstöðu
sinni. Félög, sem aðeins kaupa fyrir sína eigin menn, vita
nokkurn veginn nákvæmlega, hvað þarf að kaupa og hve
mikið af hverri vöru. Einkum er þetta auðvelt, þar sem
góður andi er í félaginu og viðskiftin trygg. Félagið þarf
þá ekki að liggja með dýrar byrgðir, ekki að „spekúlera“,
og selja síðan gamlar vörur með tapi. Kaupfélögin spara
ennfremur mikið á tveim liðum, í samanburði við kaup-
menn. þau þurfa hvorki að auglýsa mjög mikið, né eyða
óhóflega í skreytingu búða. Ennfremur tekst félögunum
oft að fá ágæta menn í sína þjónustu, sem vinna feikna-