Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Blaðsíða 85
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 131
virðast einhver tröll og illar vættir hafa verið að grjót-
kasti stórfenglegu. pessi hinn mesti dalur okkar lands er
allur þakinn ótölulegum aragrúa af þessum tröllaleikföng-
um, einlægum grjóthólum, klapparásum, holtum og jafnvel
smáfellum, en á milli hæðanna eru víðast hvar mýrarsund
og flóar, kallaðar „blár“.
Flestir bæir á miðhéraði standa utan í lágum ásum,
oft við flata mýri. Eigi sést bærinn fyr en að er komið, og
oftast eigi þaðan til annara bæja. Útsýni, nær sér, oftast
„bæjarbláin“ og ásinn á móti, hrjóstugur og klöppóttur, en
fjær sést fjallafaðmur óbygðanna, fagur og tignarlegur.
Að sjónin er byrgð af þessum tröllhólum, svo eigi sést til
annara bæja, gerir það að verkum, að sveitablærinn hverf-
ur, og hefir þetta alt önnur áhrif á hugann en hinar þéttu
bæjaraðir í hinum sléttlendu dölum á Norðurlandi. Eigin-
lega fanst mér eg fyrst í Fljótsdal koma í s v e i t.
S t r j á 1 b ý 1 i er meira á Héraði en víðast gerist ann-
arsstaðar í láglendissveitum. Jarðirnar stærri og landrými
yfirleitt meira heldur en í Eyjafjarðar- og þingeyjar-
sýslum.
Víðast um landið hefir hinum upprunalegu jörðum
verið skift í „hjáleigur“, „kot“, „sel“, „gerði“ og smájarð-
ir, með ýmsum öðrum nöfnum, sem oft eru furðu nytja-
góðar bújarðir. þessi skifting virðist hér vera skemmra á
veg komin en víðast annarsstaðar. Jarðimar hafa flestar
mjög mikið landrými. í ýmsum sveitum eru beitarhús á
hverri einustu jörð, að heita má (Jökuldal, Fellum). Víð-
ast norðanlands er landrýmið ekki meira en svo, að land-
ið má að heiman nytja, bygðin svo þétt. Kunnugir menn
töldu, að allvíðast mundi mega byggja á beitarhúsum,
enda mun fjárfjöldi á heimilismann oftast vera, t. d. á Jök-
uldal og í Fellum, helmingi meira en alment gerist norð-
anlands, en fjárarður ekki að sama skapi meiri. Ýms dæmi
gæti eg nefnt um jarðastærðina og strjálbýlið á Héraði.
H j altastaður. Bóndinn á Hjaltastað lýsti fyrir
mér jörð sinni. Hjaltastaður á starmýri, alla vélfæra og
hestfæra, sem er dönsk míla á lengd (c. 71/2 km-) og mílu-
9*