Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 120
166
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
ui' og' áhrifamikill maður, hinn byrjandi, annar á kyr-
stöðuskeiði efri ára, hinn móttækilegur fyrir hverskonar
áhrif, annar meistari, hinn lærisveinn. En eftir nokkur ár
var aðstaðan önnur. Yngri maðurinn var þá að sumu leyti
kominn langt fram úr meistara sínum. Milli þeirra var hið
sama óútkljáða þrætumál, eins og oftast er milli kynslóða,
þar sem önnur er komin á grafarbakkann, en hin að byrja
lífið. Kynningu þeirra lauk með fullri óvináttu, og Comte
var þá svo ósanngjam að halda því fram, að hann hefði
aðeins haft ógagn af því að þekkja Saint Simon. Ári síðar
andaðist Saint Simon, en sumir af hinum tryggu lærisvein-
um hans héldu uppi deilu við Comte nokkra stund. Olli það
honum skapraun og erfiði.
Litlu síðar giftist Comte boi'garalega ungri og gáfaðri
Parísarkonu. Sambúð þeirra var allajafna erfið. Ef til vill
hefir húsfreyjan verið of sjálfstæð fyrir svo fastlyndan og
nokkuð einþykkan mann. Ungn hjónin fóru litlu eftir gift-
inguna í heimsókn til foreldra hans, en fengu þar kaldar
viðtökur. Foreldrunum líkaði, af ti'úarlegum ástæðum, stór-
illa, að Comte skyldi ekki vera giftur í kirkju. Að vísu
höfðu þau leyft þessa giftingu, en sárnauðug. í París hafði
Comte enga fasta atvinnu, lifði enn sem fyr helst af kenslu.
Hann auglýsti eftii' lærisveinum til heimakenslu. Aðeins
einn kom, og varð Comte að gefa honum heimfararleyfi,
því að varla gat borgað sig að reka svo lítinn skóla. Fá-
tæktin hafði lamandi áhrif á Comte, gerði lundina beiska,
og sambúð hjónanna erfiðari. Um það leyti sagði hann í
bréfi til vinar síns: „Eg verð að leggja fram alla krafta
mína til andlegra starfa. Mér er varnað að njóta þeirrar
hamingju, sem er dýrmætust".
Haustið 1826 auglýsti Comte, að hann ætlaði að halda
nokkra opinbera fyrirlestra um nýja lífsskoðun og heim-
speki, enda hafði hann þá fullmyndað þá andlegu bygg-
ingu, sem gert hefir nafn hans ódauðlegt. Hann vonaði, að
fyrirlestrar þessir myndu afla honum nokkurs fjár, og
auk þess afla honum frægðar og greiða götu hans til að
fá lífvænlega stöðu. Hann hélt þrjá fyrirlestra. þeir voru