Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 48
94 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
eru tún slétt og íalleg og myndarbragur á öllu utan bæjar
og innan. Á þessum tveim bæjum sáum við best sprottin
tún í Húnavatnssýslu.
Við lögðum seint af stað frá Holtastöðum; við vorum
búnir að vera svo lengi með húsbóndanum, að okkur þótti
hálfleitt að þurfa að skilja við hann, því þetta var síðasti
dagurinn, sem hann var fylgdarmaður okkar. það brá nú.
Á Hoítastöðum.
líka svo við, að hann breytti vana sínum og herti nú ekk-
ert á okkur, sem hann hafði svo oft þurft að gera áður.
Árni á Geitaskarði og nokkrir Langdælir fylgdu okkur
á leið. Seinasti bærinn, sem við fórum hjá, heitir á Strjúgi.
Fjallgarðurinn milli Húnavatnssýslu og Skagafjarðar er
brattur og illur yfirferðar. Frá Strjúgi fórum við Litla-
Vatnsskarð, sem er bratt og ógreitt. Austan við skarðið
er Laxárdalur, fjallabygð; eru þar nokkrir bæir smáir, og
bygðin ömurleg. Síðan taka við óbygðir. Við fórum lengi
eftir Víðidalnum, sem er afréttarland Skagfirðinga, enda