Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Blaðsíða 22
68 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
Árið 1922 tókst nokkuð að stöðva hrunið víðast hvar í
sveitunum, aðallega með auknum sparnaði. Áhrif stríðs-
ins og peningamagnsins í landinu voru búin að gegnsýra
þjóðina, svo að ekki var auðvelt að snúa við skyndilega.
Leiðandi menn Sambandsins höfðu varað við hættunni, um
leið og votta sást fyrir óveðursblikunni vorið 1920. En að-
varanir einar sér voru ekki nógu sterkar. Menn urðu að
reka sig á sjálfir til að skilja, að gullöldin var nú búin.
það sem óhætt er að segja til lofs samvinnubændunum,
einkum í gömlu félögunum, er það, að þeir skildu hætt-
una tiltölulega fljótt, og byrjuðu á ítrustu sparnaðarráð-
stöfunum á heimilum sínum. þeir voru ennfremur fúsir
að hlíta almennum ráðstöfunum urn takmörkun á inn-
flutningi. þar skildu vegir með samvinnumönnum og sam-
kepnismönnum. Stjórnir og leiðandi menn kaupfélaga og
Sambandsins hafa litið á þjóðarnauðsynina, dregið sjálf
úr innflutningi á öllu, sem hægt var að komast af án. þetta
var fórn frá félagslegu sjónarmiði. Við innflutningstregð-
una minkuðu tekjur félaganna, velta þeirra og sýnilegur
árangur. En félögin eru ekki til vegna sjálfra sín, heldur
félagsmannanna. Og þeim var framtíðarhagur að flytja
sem minst inn, versla sem minst. Ef samvinnumenn hefðu
ráðið, myndi innflutningur glysvöru hafa horfið síðan
1920. En því miður hafa þeir ekki getað sparað nema með
sínum eigin frjálsu samtökum. Kaupmannaliðið hefir sótt
fast að mega flytj a inn ótakmarkað og stofna til ótakmark-
aðra skulda utanlands og innan. þeirra vegna voru inn-
flutningshöftin numin úr gildi, og innflutningsnefnd lögð
niður. Síðan hafa kaupmenn flutt inn glysvarning eftir því
sem þeim hefir gott þótt. Skuldir kaupstaðanna við útlönd
eru orðnar óhemjulega'miklar á þessum árum. þessvegna
hefir krónan fallið. Kauptúnin eru nú, að því er virðist,
sokkin í skuldir, sem langan tíma þarf til að borga.
Kreppuárin hafa kent samvinnumönnum það, að eins
og nú hagar til í landinu, er erfitt að hafa samskonar
verslunarfélagsskap fyrir bændur og sjómenn í smáþorp-
unum. Sjávaraflinn er svipull. Og tapið, sem nú er sýni-