Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 22

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 22
68 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. Árið 1922 tókst nokkuð að stöðva hrunið víðast hvar í sveitunum, aðallega með auknum sparnaði. Áhrif stríðs- ins og peningamagnsins í landinu voru búin að gegnsýra þjóðina, svo að ekki var auðvelt að snúa við skyndilega. Leiðandi menn Sambandsins höfðu varað við hættunni, um leið og votta sást fyrir óveðursblikunni vorið 1920. En að- varanir einar sér voru ekki nógu sterkar. Menn urðu að reka sig á sjálfir til að skilja, að gullöldin var nú búin. það sem óhætt er að segja til lofs samvinnubændunum, einkum í gömlu félögunum, er það, að þeir skildu hætt- una tiltölulega fljótt, og byrjuðu á ítrustu sparnaðarráð- stöfunum á heimilum sínum. þeir voru ennfremur fúsir að hlíta almennum ráðstöfunum urn takmörkun á inn- flutningi. þar skildu vegir með samvinnumönnum og sam- kepnismönnum. Stjórnir og leiðandi menn kaupfélaga og Sambandsins hafa litið á þjóðarnauðsynina, dregið sjálf úr innflutningi á öllu, sem hægt var að komast af án. þetta var fórn frá félagslegu sjónarmiði. Við innflutningstregð- una minkuðu tekjur félaganna, velta þeirra og sýnilegur árangur. En félögin eru ekki til vegna sjálfra sín, heldur félagsmannanna. Og þeim var framtíðarhagur að flytja sem minst inn, versla sem minst. Ef samvinnumenn hefðu ráðið, myndi innflutningur glysvöru hafa horfið síðan 1920. En því miður hafa þeir ekki getað sparað nema með sínum eigin frjálsu samtökum. Kaupmannaliðið hefir sótt fast að mega flytj a inn ótakmarkað og stofna til ótakmark- aðra skulda utanlands og innan. þeirra vegna voru inn- flutningshöftin numin úr gildi, og innflutningsnefnd lögð niður. Síðan hafa kaupmenn flutt inn glysvarning eftir því sem þeim hefir gott þótt. Skuldir kaupstaðanna við útlönd eru orðnar óhemjulega'miklar á þessum árum. þessvegna hefir krónan fallið. Kauptúnin eru nú, að því er virðist, sokkin í skuldir, sem langan tíma þarf til að borga. Kreppuárin hafa kent samvinnumönnum það, að eins og nú hagar til í landinu, er erfitt að hafa samskonar verslunarfélagsskap fyrir bændur og sjómenn í smáþorp- unum. Sjávaraflinn er svipull. Og tapið, sem nú er sýni-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.