Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Blaðsíða 55
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 101
hann stækkað túnið mjög mikið, aðallega með plægingu
og grasfræsáning. Jarðvegur er rakur, og hefir því þurft
að ræsa fram og þurka, og er augljóst, að hér fylgist að
mikill dugnaður og' afl til þeirra hluta, sem gera skal.
Húsakynni eru mikil og mynda hálfhring um trjágarð með
mörgum og fallegum trjám.
Á meðan við skoðuðum mannvirkin, hafði húsfreyja
búið okkur ágæta máltíð. Bjöm er rausnarmaður heim að
sækja.
þegar við fórum frá Svalbarði, var komið kvöld og
svo mikil þoka, að ekki sá nema út fyrir borðstokkinn. peg-
ar við komum að Akureyri, var komið miðnætti, en þó að
framorðið væri, var fjöldi fólks á bryggjunni. Alt var und-
ii'búið með gistingarstaði og tóku húsbændur á móti gest-
um sínum strax og á land var stigið. Nokkrir gistu í sam-
komuhúsi bæjarins.
þann 8. var sama sólskinsblíðan og mjög heitt. Gafst
því tækifæri til að litast um í höfuðstað Norðurlands, og
deginum líka varið til þess. Eftir morgunverð hittust allir
hjá bankahúsinu, og var gengið þaðan til þess að skoða
klæðaverksmiðjuna „Gefjun“, sem stendur við Glerá, norð-
an við kaupstaðinn. Gefjun er hið mesta völundarhús, með
margskonar áhöldum og vélum, sem notaðar eru við ullar-
iðjuna, og verður þeirra að nokkru getið annarstaðar. Hús
þetta og öll vinna er í ágætu lagi, og sagt var okkur, að
verksmiðjan hefði gefið hluthöfum 10% í arð síðastliðið
ár. Eftirspurn eftir dúkum, kembing og spuna er svo mik-
il, að ekki verður fullnægt meir en að hálfu leyti. því næst
var gengið til gagnfræðaskólans; þar tók Stefán sál. skóla-
meistari á móti okkur. Hann var prúður maður í fram-
komu, lipur og glaður í viðræðum, og fríðari í sjón en flest-
ir aðrir. Gagnfræðaskólinn stendur á hæð fyrir ofan aðal-
bæinn, og er útsýnið fagurt yfir Eyjafjörðinn. Ekki mun
það ofsagt, þó sagt sé, að þarna sé prýðilegasta skólaset-
ur á landi hér. Skólagarðurinn ber þess merki, að þar hafa
starfað hendur, sem hafa „talið sér yndisarð, að annast