Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Blaðsíða 66
112
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
inn, og að skilnaði haldnar margar ræður, en síðast sung-
ið kvæði Sigurðar á Arnarvatni um Mývatnssveitina,
„Blessuð sértu sveitin mín“. Var ánægjulegt að heyra Mý-
vetninga syngja það, og trúað gætum við því, að langt verði
þangað til þetta kvæði gleymist í Mývatnssveit. Skildu svo
þessir góðu fylgdarmenn við okkur, nema Helgi hrepp-
stjóri, sem fylgdi okkur að Skútustöðum. þar gistu nokkr-
ir okkar, en aðrir á Grænavatni, Baldursheimi og Gaut-
löndum. Á Skútustöðum býr sr. Hermann Hjartarson frá
Álandi í þistilfirði, ungur prestur. Fagurt er á Skútustöð-
um, eins og E. B. sagði. Bærinn er stór, bygður 1856, eða
65 ára; sást þó varla fúi í nokkrum viðum. þar er bóka-
safn, sem sveitin á, um 2000 bindi. — Engjar eru miklar
og fallegar út af túninu, en kjarngott beitiland til annarar
liandar. Á Gautlöndum búa mágar, Jón G. Pétursson og
Pétur G. Jónsson. Jörðin er gamalt óðalssetur þeirra Gaut-
anna. Falleg jörð, sem mikið hefir verið bætt. þar er timb-
urhús með torfþaki, einnig steinsteypt fjárhús bygð 1918,
á lengd 42 álnir, vídd 14 álnir og vegghæð 3V2 áln., og mun
hafa kostað um 3000 krónur. þar voru 70 ær í kvíum og
voru mjólkaðar sinn daginn frá hvorum bónda.
Á Gautlöndum kvöddum við okkar ágæta fylgdar-
mann, Stefán á Öndólfsstöðum, og þótt hann væri 62 ára
að aldri, var hann sem tvítugur að fjöri. Hafi það verið
satt, sem Stefán sagði við okkur undir borðum á Gautlönd-
um, að þessir dagar hefðu verið einir af þeim skemtileg-
ustu á æfi sinni, þá er það víst, að hið sama getum við sagt
um samveruna með honum.
Frá Gautlöndum fylgdu okkur margir bændur af þeim
bæjum, er við höfðum gist á, og víðar að, suður yfir Mý-
vatnsheiði, t. d. Jón á Gautlöndum og þórólfur í Baldurs-
heimi, að Bjarnastöðum í Bárðardal. Á Bjarnastöðum býr
Jón Marteinsson; gistu sumir okkar hjá honum, en aðrir
héldu yfir Skjálfandafljót að Mýri; þar býr Jón Karlsson,
ungur bóndi. — Bárðardalurinn er kjarnasveit og betra
sauðland en víðast annarsstaðar. Mikið er slegið af laufi,
sem kallað er, og er þar víst fremur seintekinn heyskapur.