Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Síða 66

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Síða 66
112 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. inn, og að skilnaði haldnar margar ræður, en síðast sung- ið kvæði Sigurðar á Arnarvatni um Mývatnssveitina, „Blessuð sértu sveitin mín“. Var ánægjulegt að heyra Mý- vetninga syngja það, og trúað gætum við því, að langt verði þangað til þetta kvæði gleymist í Mývatnssveit. Skildu svo þessir góðu fylgdarmenn við okkur, nema Helgi hrepp- stjóri, sem fylgdi okkur að Skútustöðum. þar gistu nokkr- ir okkar, en aðrir á Grænavatni, Baldursheimi og Gaut- löndum. Á Skútustöðum býr sr. Hermann Hjartarson frá Álandi í þistilfirði, ungur prestur. Fagurt er á Skútustöð- um, eins og E. B. sagði. Bærinn er stór, bygður 1856, eða 65 ára; sást þó varla fúi í nokkrum viðum. þar er bóka- safn, sem sveitin á, um 2000 bindi. — Engjar eru miklar og fallegar út af túninu, en kjarngott beitiland til annarar liandar. Á Gautlöndum búa mágar, Jón G. Pétursson og Pétur G. Jónsson. Jörðin er gamalt óðalssetur þeirra Gaut- anna. Falleg jörð, sem mikið hefir verið bætt. þar er timb- urhús með torfþaki, einnig steinsteypt fjárhús bygð 1918, á lengd 42 álnir, vídd 14 álnir og vegghæð 3V2 áln., og mun hafa kostað um 3000 krónur. þar voru 70 ær í kvíum og voru mjólkaðar sinn daginn frá hvorum bónda. Á Gautlöndum kvöddum við okkar ágæta fylgdar- mann, Stefán á Öndólfsstöðum, og þótt hann væri 62 ára að aldri, var hann sem tvítugur að fjöri. Hafi það verið satt, sem Stefán sagði við okkur undir borðum á Gautlönd- um, að þessir dagar hefðu verið einir af þeim skemtileg- ustu á æfi sinni, þá er það víst, að hið sama getum við sagt um samveruna með honum. Frá Gautlöndum fylgdu okkur margir bændur af þeim bæjum, er við höfðum gist á, og víðar að, suður yfir Mý- vatnsheiði, t. d. Jón á Gautlöndum og þórólfur í Baldurs- heimi, að Bjarnastöðum í Bárðardal. Á Bjarnastöðum býr Jón Marteinsson; gistu sumir okkar hjá honum, en aðrir héldu yfir Skjálfandafljót að Mýri; þar býr Jón Karlsson, ungur bóndi. — Bárðardalurinn er kjarnasveit og betra sauðland en víðast annarsstaðar. Mikið er slegið af laufi, sem kallað er, og er þar víst fremur seintekinn heyskapur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.