Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 111

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 111
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 157 vinnutíminn ákveðinn af yfirvöldunum. Al'skifti stjórnar- valdanna af atvinnuvegunum voru nokkuð sitt á hvern veg í honum ýmsu löndum.pað sem átti við í einu landi,þótti ekki ráðlegt í öðru; fór það mjög eftir atvinnuvegum landanna, náttúrugæðum þeirra og skoðunarhætti hinna ráðandi stétta. Á Englandi réð aðallinn miklu, og gætti hagsmuna sveitanna. Innflutningsgjöld voru á aðfluttum landbúnað- arafurðum fram á 19. öld; þær voru því í hærra verði en ella, og dýrtíðin meiri í bæjum. Á Frakklandi aftur á móti beitti stjórnin sér fyrir því, að lífsnauðsynjar bæjarbúa væru í lágu verði, vegna iðnaðarins; var því tíðast bann- að að flytja út korn, og hátt útflutningsgjald á landbúnað- arafurðum. Einveldið og kaupauðgisstefnan varð einkum óvinsæl hjá fátækari stéttum, vegna skattanna. Einveldiskonung- arnir voru venjulega í fjárþröng, vegna styrjalda og út- gjalda til hersins og hirðlífsins. Skattarnir voru tíðast háir, meðfram sökum þess, að efnuðustu stéttirnar, klerkastétt- in og aðallinn, voru að mestu skattfrjálsar. Skattarnir voru lagðir á menn mjög af handa hófi, eða eftir reglum, sem ekki miðuðu við hið raunverulega gjaldþol manna. Inn- flutnings- og útflutningsgjöld voru aðaltekjulindir ríkj- anna, svo og skattar á atvinnu og framleiðslu. Fátækari stéttir voru einatt ofurseldar gjörræði skattheimtumann- anna, einkum þegar skattarnir voru seldir á leigu. Kaupauðgisstefnan var í raun réttri engin nýung; ein- valdsstjórnir nýrri alda fengu hana að erfðum frá borg- ríkjum miðaldanna, en áhrifa hennar á atvinnuvegi og líf þjóðanna gætir verulega, eftir að sterkar ríkisstjórnir fara að beita sér fyrir henni í framkvæmdinni. Sú skoðun varð brátt almenn og átti sér djúpar rætur á næstu öldum eftir landafundina, að stjórnendur land- anna réðu yfir lífi manna, eignum þeirra og atvinnu, og að þeim væri rétt og skylt að taka fram fyrir hendur ein- staklingsins, ef hann breytti gagnstætt tíðarandanum. Ein- valdsstjórnimar lögðu alla áherslu 'á það, að festa sig í sessi, vernda sjálfstæði landsins og auka völd sín út á við.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.