Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Síða 68
114
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
neðan hið forna og fagra býli, Mjóidalur, þar sem Stephan
G. Stephansson var í æsku og vann til að koma heim frá
Ameríku til þess að skoða. Dalurinn er nú í eyði, og er tal-
inn með fegurstu óbygðum dölum á landinu. Hann er af-
réttarland Ljósavatnshrepps. Á dalbrúninni hvíldi allur
hópurinn, þrír Bárðdælir ætluðu ekki lengra. Að skilnaði
voru tölur haldnar, og meðal annara talaði húsfrú Aðal-
björg á Mýri; bað hún okkur að skila kveðju til sunnlenskra
kvenna, og óskaði, að þær vildu nú gera svo vel og heim-
sækja norðlenskar konur, til að vinna að velvildarsamúð
milli Suður- og Norðurlands, eins og bændur eru þegar
byrjaðir að gera. Héldu svo hvorir sína leið, við suður
Mjóadal. Var þá loft farið að þykna og þoka á fjallabrún-
um, sem færðist smám saman yfir okkur.
Eftir því sem sunnar dró, minkaði gróðurinn og veg-
urinn versnaði. Ofurlítið var hvílt á Mosum, en hagi var
þar mjög lítill. Til Kiðagils komum við kl. 9 um kvöldið.
Dálítið fyrir sunnan það er Botnadragi, sem er síðasta
graslendi fyrir norðan sandinn. Á Sprengisand lögðum við
kl. 1 um nóttina. pá var þoka svo dimm, að ekki sást milli
varða, þurfti því að gæta allrar varúðar að missa ekki veg-
arins. Sandurinn var sæmilega þur og allgóður yfirferðar,
eftir því sem búast má við, því alt af mun hann vera dálít-
ið þungur fyrir fótinn, og einnig er nokkuð af hnullungs-
grjóti til óþæginda. Hvergi sést mosató né grasstrá, svo að
ekki þýðir að hvíla til annars en að hafa hestaskifti. Altaf
var farið í hálfum hlaupum eða meir. þegar komið var suð-
ur fyrir Fjórðungsöldu, sem mun vera nál. á miðjum sandi,
fór að birta í lofti og þokunni létti smám saman. í Eyvind-
arver komum við kl. 10 um daginn. Sól skein í heiði og
stillilogn. í verinu er ágætur hagi, enda höfðu hestarnir
þörf fyrir það. Frá tóftum Eyvindar er mjög fagurt út-
sýni á slíkum morgni sem þessum. Til norðvesturs er Hofs-
jökull, mjallhvít hjarnbreiða. Skamt þar fyrir vestan er
Arnarfellsjökull og Arnarfellið dökkblátt til að sjá, með
iðgrænum grasgeirum langt upp eftir, en suðaustur frá því
sandflákar, með ótal árkvíslum, sem renna í allavega lög-