Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Blaðsíða 69
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
115
uðum bugðum, þangað til þær sameinast og mynda þjórsá.
í austri sést Tungnafellsjökull. Tætturnar sjást mjög
greinilega. í gegnum ystu tóttina rennur lind, og hefir
henni eflaust verið veitt þangað úr dálitlum læk, sem renn-
ur þar skamt frá. Eftir dálitla hvíld var haldið af stað.
Illakvísl er á þeirri leið, ekki. stór lækur, en með sand-
bleytu og stórgrýti í botninn. Spræna þessi er ef til vill
sú allra versta, sem við fórum yfir í ferðinni, og er bráð-
nauðsynlegt að ryðja gott vað yfir hana.
í þúfuveri var áð lengi; þar er góður hagi. þaðan var
haldið að Sóleyjarhöfða. Hjá honum er-vað á pjórsá, sem
venjulega er farið, en nú var ófært, af vexti í ánni. Höfð-
inn er dálítill hóll, með vallendisgróðri, en landið mjög blás-
íð alt í kring. Við fórum því austan við þjórsá, sem renn-
ur í mörgum bugðum. Vegurinn er fremur ógreiður, en
grasblettir til og frá, svo að vel má æja. I Hvanngil kom-
um við kl. 91/2 um kvöldið, og settumst þar að til gisting-
ar. pá var norðanstormur og frost um nóttina, en við tjald-
lausir og höfðum ekki hitunartæki, og varð okkur því ekki
svefnsamt. En hagi var ágætur fyrir hestana, og á því
reið mest.
pað er fásinna, á svona löngu ferðalagi, að hafa ekki
tjald, því altaf geta menn veikst og illviðri skollið á.
Kl. 3 um morguninn kvaddi þórður okkur til ferðar.
pá var beygt mikið til vinstri handar, fyrir Búðarháls,
sem er allhátt fjall með þjórsá. Austan við hálsinn eru
Klifshagavellir; þar var hvílt í 2 klt. Síðan var haldið suð-
ur með hálsinum, svo hart sem unt var. Alt var í besta
lagi, og sterkur sólarhiti. Fóru nú sumir að kannast við
fjöllin. 1 suðurátt var Hekla gamla, með hvítan kollinn. í
suðvestri Búrfell á Gnúpver.jahreppsafrétti, og fleiri.
Að ferjustaðnum á Tungná komum við kl. 101/2 að
morgni. þegar við höfðum aðeins sprett af hestunum, sást
til ferjumannanna sunnan að. þegar þeir komu á ferjustað-
inn, var kastast á kveðjuorðum og hrópað nífalt húrra.
j’essir komu: Guðmundur bóndi þorbjarnarson á Stóra-
8