Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Blaðsíða 116
162 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
sitt gamla þakherbergi eftir 3 vikna dvöl við ytri þægindi.
Honum datt í hug að flytja til Ameríku, en hætti við það,
því að einn af vinum hans benti honum á, að þar myndi
jafnvel mesti stærðfræðingur þeirrar aldar, Lagrange,
verða að vinna fyrir sér með landmælingum. þar væru
verklegu framkvæmdirnar fyrsta og síðasta boðorðið. Á
þessum árum var Comte mjög hrifinn af Benjamín Frank-
h'n. „Eg vil reyna að líkjast þessum Sókrates nútímans",
ritaði Comte einum skólabróður sínum, „ekki að hæfileik-
um, heldur að lífsstefnu. pú veist, að þegar Franklín var
25 ára, hafði hann ásett sér að verða vitur maður, og efndi
það heit. Eg hefi heitið hinu sama, þótt eg sé ennþá ekki
tvítugur“.
En þegar Comte var tvítugur, kyntist hann þeim
manni, sem hafði mest áhrif á lífsstefnu hans. það var
Saint Simon, hinn fluggáfaði umbóta- og draumsjónamað-
ur (1760—1825). Saint Simon var af gamalli, ríkri greifa-
ætt. En á unga aldri varð hann hrifinn af hinum frægu rit-
höfundum 18. aldarinnar, sem gagnrýndu einveldið og
ágalla þess. Saint Simon var einn af þeim mörgu frönsku
sjálfboðaliðum, sem gekk í lið með Bandaríkjamönnum
í frelsisstríði þeirra gegn Englendingum. Nokkrum ái*um
eftir heimkomuna frá Ameríku hófst byltingin mikla í
Frakklandi. Saint Simon var henni fylgjandi í fyrstu, og
lagði niður aðalstign til að sanna jafnréttistrú sína í verk-
inu. þessi fórn var þó ekki nógu mikil. Byltingarmennirnir
vörpuðu honum í fangelsi, þótti hann „grunsamur“. Að
líkindum hefði Saint Simon endað á höggstokknum, ef
Robespierre hefði lifað lengur. Framan af æfi átti Saint
Simon miklar eignir. En hann var bæði eyðslusamur sjálfur
og hafði auk þess oft um sig sveit lærðra manna, ekki síst
kennara og nemendur úr fjöllistaskólanum. Ýmsir af fræg-
ustu mönnum Frakklands á þeirri öld voru lærisveinar
hans, t. d. Carnot, hermálaráðherrann frægi, sem undirbjó
sigra Napoleons með skipulagi sínu á franska heinum,
Lesseps, sem áður er nefndur, Comte og hinn nafnkendi