Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 104
150 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
málmanna að .fljóta til Spánar, svo að um munaði, og það-
an barst gull og silfur með viðskiftunum til annara landa.
Góðmálmarnir lentu fyrst í höndum auðugri stétta, en
smátt og smátt bárust þeir til fátækari stétta, og juku
mikið eftirspurnina eftir aðfluttum vörum kaupmanna.
Mikil verðhækkun varð á öllum vörum, munaðarvörum,
lífsnauðsynjum og fasteignum. Á hundrað áimm ferfaldast
verð á flestum vörutegundum. Jafnhliða auknum sigling-
um, iðnaði og verslun, óx kaupsýslumönnum í bæjum fisk-
ur um hrygg, og peningavaldið var um langt skeið hjá
hinni nýju kaupsýslumannastétt. þjóðhöfðingjar þessarar
aldar litu hýru auga til bæjanna. Verslun og siglingar voru
i uppgangi, og kaupmenn voru gildir skattborgarar, er
gátu greitt tolla og skatta í góðmálmi. Peningarnir voru í
höndum þjóðhöfðingjanna biturt vopn í baráttu þeirra við
lénsaðalinn. Skotvopnin, er ruddu sér til rúms á 16. öld,
kostuðu offjár. Tekjum af atvinnu borgara og bænda var
varið til þess að breyta vígbúnaði landanna og auka her-
inn. Herskylda var lögð á bændur og haldið fjölment mála-
lið. Riddarar brynjaðir á miðaldavísu stóðu berskjaldaðir
fyrir nýju skotvopnunum, vígbúnaður fyrri alda var því
orðinn úreltur. Peningavaldið og skotvopnin skáru úr leik
í baráttu konungsvaldsins við lénshöfðingjana, og eðlilega
afleiðingin var einveldið, er nú komst á í nær öllum löndum.
Einveldið sigraði fyrir fylgi kaupsýslumannanna, en
klerkastéttin var aðalstyrkur þess, þegar fram liðu stundir.
Siðaskiftin festu konungsvaldið í sessi í löndum mótmæl-
enda. Mikið af fé kirkna og klaustra rann í ríkissjóð, og
klerkastéttin misti sitt veraldlega vald. Hún varð auð-
sveipur þjónn einveldisins, og boðaði mönnum skilyrðis-
lausa hlýðni við það. í katólskum löndum lét kirkjuvaldið
undan síga fyrir konungsvaldinu, og studdi það í barátt-
unni gegn vantrúarmönnum.
Á miðöldunum voru völd aðalsmannanna undir því
komin, að þeir gætu útbúið stórar riddarasveitir, reist
ramgerða og víggirta kastala og veitt konunginum sem
best lið í hernaði. Vald þeirra beið hnekki í bili við hinn