Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Blaðsíða 104

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Blaðsíða 104
150 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. málmanna að .fljóta til Spánar, svo að um munaði, og það- an barst gull og silfur með viðskiftunum til annara landa. Góðmálmarnir lentu fyrst í höndum auðugri stétta, en smátt og smátt bárust þeir til fátækari stétta, og juku mikið eftirspurnina eftir aðfluttum vörum kaupmanna. Mikil verðhækkun varð á öllum vörum, munaðarvörum, lífsnauðsynjum og fasteignum. Á hundrað áimm ferfaldast verð á flestum vörutegundum. Jafnhliða auknum sigling- um, iðnaði og verslun, óx kaupsýslumönnum í bæjum fisk- ur um hrygg, og peningavaldið var um langt skeið hjá hinni nýju kaupsýslumannastétt. þjóðhöfðingjar þessarar aldar litu hýru auga til bæjanna. Verslun og siglingar voru i uppgangi, og kaupmenn voru gildir skattborgarar, er gátu greitt tolla og skatta í góðmálmi. Peningarnir voru í höndum þjóðhöfðingjanna biturt vopn í baráttu þeirra við lénsaðalinn. Skotvopnin, er ruddu sér til rúms á 16. öld, kostuðu offjár. Tekjum af atvinnu borgara og bænda var varið til þess að breyta vígbúnaði landanna og auka her- inn. Herskylda var lögð á bændur og haldið fjölment mála- lið. Riddarar brynjaðir á miðaldavísu stóðu berskjaldaðir fyrir nýju skotvopnunum, vígbúnaður fyrri alda var því orðinn úreltur. Peningavaldið og skotvopnin skáru úr leik í baráttu konungsvaldsins við lénshöfðingjana, og eðlilega afleiðingin var einveldið, er nú komst á í nær öllum löndum. Einveldið sigraði fyrir fylgi kaupsýslumannanna, en klerkastéttin var aðalstyrkur þess, þegar fram liðu stundir. Siðaskiftin festu konungsvaldið í sessi í löndum mótmæl- enda. Mikið af fé kirkna og klaustra rann í ríkissjóð, og klerkastéttin misti sitt veraldlega vald. Hún varð auð- sveipur þjónn einveldisins, og boðaði mönnum skilyrðis- lausa hlýðni við það. í katólskum löndum lét kirkjuvaldið undan síga fyrir konungsvaldinu, og studdi það í barátt- unni gegn vantrúarmönnum. Á miðöldunum voru völd aðalsmannanna undir því komin, að þeir gætu útbúið stórar riddarasveitir, reist ramgerða og víggirta kastala og veitt konunginum sem best lið í hernaði. Vald þeirra beið hnekki í bili við hinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.