Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 129
Pólagsmálaþekking.
Vegna þess, hve íslenska þjóðin er fámenn, er öll
bókaútgáfa örðug hér á landi. Sérstaklega bitna þessir örð-
ugleikar á fræðibókaútgáfunni. þessvegna vantar á íslensku
alveg tilfinnanlega heimildarrit um mjög margar af hin-
um merkustu fræðigréinum, sem nú eru stundaðar. þetta
er ákaflega bagalegt. Hér á landi eru margir óskólagengnir
menn frábærlega fróðleiksfúsir. Ef þeir menn ættu kost á
fjölbreyttum bókakosti, myndu margir þeirra komast
óvenjulega langt eftir braut sjálfmentunarinnar.
Fyrir samvinnustefnuna er hið mesta mein að þess-
um fræðiritaskorti, einkum um félagsmál. Samvinnan get-
ur ekki notið sín nema þar sem félagsmenn hafa mikinn
andlegan þroska. Almenn fáfræði og einkum um félagsmál
er jafn drepandi fyrir samstarf manna eins og blautur
mýraj arðvegur er fyrir túngrösin.
Tilraun verður gerð hér í tímaritinu til að bæta lítið
eitt úr þessu. Verða hér birtar smátt og smátt ritgerðir
um félagsmál, sem síðar verða til afnota sérprentaðar.
Er fyrst byrjað á útdrætti á hinni frægu bók „Kaupfélög-
in“ eftir prófessor Gide. Er það bók, sem komast þyrfti
inn á hvert heimili, þar sem samvinnan á nokkur ítök. pá
ætlar Friðgeir Björnsson, aðstoðarmaður í Hagstofunni, að
rita nokkra kafla um sögu hagfræðinnar, og byrjar á kaup-
auðgisstefnunni. Væntanlega verður síðar farið að rita hér
á landi fræðigreinar og bækur um hagfræði. Er því hin
mesta hjálp fyrir þá menn, er sinna vilja slíkum fræðum,
að hafa glögt yfirlit um þróun þessarar fræðigreinar. Loks
hefir sá, er þetta ritar, búið sig undir að rita á sama hátt