Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 106
152
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
um, bættar samgöngur, aukin framleiðsla og verslun, vax-
andi verkaskifting og peningavelta og meiri stéttaskifting.
Áhrif hinna nýju strauma komu fyrst fram á Spáni.
Spánn var um hríð voldugasta ríkið í Evrópu, og einveld-
ið náði brátt föstum tökum þar í landi. Her Spánarkonungs
var sterkastur hér í álfu, og þyrnir í augum nágrannaþjóð-
anna. Spánverjar bárust mikið á, og fljótt á litið virtust
þeir vera í miklum uppgangi. Stjórnarvöld nálægra landa
litu upp til Spánverja og álitu, að veldi þeirra og uppgang-
ur ætti rót sína að rekja til góðmálmanna, sem þeir fengu
úr nýlendunum í Ameríku.
Á meðal stjórnmálamannanna varð sú skoðun brátt al-
menn, að góðmálmarnir væru undirstaða auðs og gengis
þjóðanna, og að stjórnarvöldin ættu að styðja þá atvinnu-
vegi, sem gætu aukið málmforðann í löndunum, svo sem
iðnað, verslun, siglingar og námugröft. það var álit stjóm-
málamannanna, að hver þjóð ætti í sem flestum atvinnu-
greinum að framleiða nóg til sinna þarfa, svo að komist
yrði hjá óþarfa innflutningi. Hinsvegar var áríðandi að
efla útflutninginn og hefta innflutninginn eftir mætti, því
að fjárhagur þjóðarinnar væri undir því kominn, að versl-
unarjöfnuðurinn væri góður. Væri meira flutt út en inn,
var verslunarjöfnuðurinn góður, og hagur landsins var
þeim mun betri, sem sá mismunur var meiri. Kaupauðung-
ar litu svo á, að það land, sem keypti vöruna, yrði að greiða
hallann í góðmálmi til þess lands, sem flutt hafði meira út
en inn, og við það ykist málmforði þjóðarinnar. Færi aft-
ur á móti innflutningurinn fram úr útflutningi, var versl-
unarjöfnuðurinn slæmur og málmforðinn minkaði.
Colbert, ráðgjafi Lúðvíks 14. Frakkakonungs, og
Oliver Cromwell á Englandi, voru í mörgum greinum braut-
ryðjendur kaupauðgisstefnunnar í atvinnumálum, og fyrir-
mynd annara stjórnmálamanna. Colbert vildi auka veldi og
veg Frakklands út á við, og bæta fjárhag ríkisins. Hann
studdi iðnaðinn með verndartollum og fjárframlögum úr
ríkissjóði; silkiiðnaður, ullariðnaður og klæðagerð stóð með
miklum blóma á hans dögum. Frakkland lagði undir sig ný