Andvari - 01.01.1976, Qupperneq 19
andvari
SIGURÐUR NORDAL
17
Þakka þér fyrir, að þér er ekki ami í, að ég korni heim. Mér verður
það upplífgun, uppbygging og ylur að sækja þig heim, og ég segi ekki of
rnikið, þó ég segi, að þú gerir Reykjavík hyggilegri fyrir mig.
3. júlí 1918 var Birni M. Ólsen samkvæmt beiðni og vegna heilsubrests
veitt lausn í náð frá embætti við Háskóla íslands, og sama dag var Sigurður
Nordal skipaður prófessor í hans stað, hvort tveggja fra 1. oktober að telja.
Þorsteinn Erlingsson hefði orðið sextugur 28. september 1918, ef hann
hefði lifað, og minntist Sigurður afmælis hans í ísafold þann dag, gat þess,
að unnið væri að útgáfu Þyrna, 3. prentun aukinni, en það kom í hlut Sig-
urðar að gera grein fyrir henni í lormála, dagsettum 29. november 1918.
í afmælisgreininni um Þorstein sagði hann m. a.: „Það veitir ekki af að safna
sarnan sem mestu um Þorstein handa komandi kynsloðum, því hann mun
lengi verða íslendingum að umhugsunarefni, og hann var margþættur og
nkar andstæður í eðli hans.
Þorsteinn Erlingsson var kunnastur fyrir ádeilukvæði sín, en vinsæl-
astur fyrir ferhendur sínar. Idann var í einu skyldastur hagyrðingum alþýð-
unnar af skáldum vorum, og sá, sem mest barðist fyrir nýjum hugsunum
handan um haf, í einu þjóðlegastur og alþjóðlegastur, mýkstur og hvass-
ustur. Rósir hans spruttu í skjóli þyrna, eins og hann sjalfur kvað að orði.
En hvar á að byrja til þess að skilja hann? Var hann að eðlisfari vigreifur og
soknfús, og mjúku ljóðin hvíld eftir vígin? Eða voru þyrnarnir ekki annað
en neyðarúrræði, sjálfsvörn, eins og hjá rósinni? Eða var hið hlíða og stríða
E'á upphafi jafnríkt í eðli hans, svo að ýmist varð ofan a? Það verða svona
spurningar, sem framtíðin mun bera upp um Þorstein og ætti að hua í
dendur henni að fá svarað.“
Væri freistandi, ef rúm leyfði, að hirta hér svör Sigurðar við þessum
spurningum í hinni stuttu, en snjöllu grein hans, en þau syna, í hverjum
liugleiðingum hann var um þessar mundir, þar sem fyrir dyrum stóðu
Hannesar Árnasonar fyrirlestrar hans um „Einlyndi og marglyndi, tvær
andstæðar stefnur í sálarlífi hvers manns", eins og hann kemst að orði í
tilkynningu um fyrirlestrana í blöðum bæjarins seint í októher. „Sumir
nallast þó fyrir eðlisfar og uppeldi svo greinilega á aðra hvora sveifina, að
°óin „einlyndur" og „marglyndur" má nota sem skapgerðarlýsingar. En
2