Andvari - 01.01.1976, Qupperneq 27
andvari
SIGURÐUR NORDAL
25
fundizt sem þetta forna kvæði yrði ekki skýrt, því að í þætti, er hann nefnir
Brot og dagsettur er 24. marz 1918 í Weston-super-Mare á Englandi, en
birtur var í IV. árg. Iðunnar 1918—19, segir hann í lokin, þegar hann hefur
stiklað á nokkrum þeim brotum úr íslenzkum kveðskap, er heillað hafa hann
einna mest: „Hamingjunni sé lof fyrir vanmátt málfræðinganna, að Völuspá
verður aldrei skýrð, að því oftar sem ég les hana, því dýpra villist ég inn í
skógarmyrkur skáldskapar og goðsagna."
En kvæðið lét hann ekki í friði eða eins og hann segir í upphafi for-
niála útgáfunnar 1923: „Völuspá er eitt þeirra verka, sem hver íslenzkur
ritskýrandi verður fyrr eða síðar að glíma við. Hún er eins og Sonatorrek,
Islendingabók, Heimskringla, Njála, Lilja, Passíusálmarnir o. s. frv. meðal
hátinda íslenzkrar menningar. Enginn fær útsýn og yfirlit um menningu
vora, nema hann rnæli hana af þeim tindum. Við þetta bætist, að Völuspá er
ahra þessara verka torskildust. Sá, sem vill kosta afls síns og máttar rit-
skýringarinnar og finna, hver takmörk hvoru tveggja eru sett, getur ekki
fundið hentugra viðfangsefni. Fyrstu drögunum til þessarar útgáfu hef ég
því safnað fy rir löngu og handa sjálfum mér einungis.“
Sigurður hirti ári síðar í Iðunni grein sína um Völu-Stein, er hann
getur sér til að verið hafi höfundur kvæðisins. Hefur sú snjalla hugmynd
þá hrifið hann mjög, en í formála endurútgáfu Völuspár 1952 kveður hann
varlega að orði, þegar hann segir: ,,í lítilli grein um Völu-Stein . . . reyndi
eg að leiða getum að, hver ort hefði kvæðið. Þá tilgátu hef ég aldrei selt
hýrara en ég keypti hana, en sarnt er ekki loku fyrir það skotið, að i grein-
mni sé eitthvað um hugsanleg atvik að myndun Völuspár, sem geti verið
n°kkurs virði til lifandi skilnings kvæðisins."
Utgáfa Sigurðar 1923 og Iðunnargreinin 1924 mörkuðu djúp spor í
shýringasögu Völuspár. Hluta útgáfunnar var fljótlega snúið á þýzku (1924)
°g henni allri á dönsku (1927), og vöktu kenningar hans mikla athygli.
Sfgurður var enn á því eftir nær 30 ár, að ekkert hefði komið fram á því
skeiði er raskaði meginskilningi hans á kvæðinu og aðalniðurstöðum út-
gatunnar 1923. En hann var raunar sjaldan á því að hvika langt frá fyrri
henningum um þau efni, er hann þóttist eitt sinn hafa brotið til mergjar.
Sigurður var kosinn rektor Idáskóla íslands sumarið 1922 til eins árs.
Helur hann þá efalaust hugsað gerr en hann hefði að öðrurn kosti gert um