Andvari - 01.01.1976, Side 42
40
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVAIÍT
þekkingu þjóðarinnar, kenna oss að líta fram og aftur, finna samhengið
í sögu vorri, hita oss um hjartarætur. Þjóðhátíðin 1874 skildi eftir ódauð-
leg kvæði, fagrar minningar, þjóð, sem hafði vaxið hugur. Væri ekki sorg-
legt að halda nú hátíð með ærnum fékostnaði, sem engin slík verðmæti
skildi eftir?“
Tveimur árum síðar hirti SigurSur í Vöku merka ritgerð, þar sem
hann reynir ,,að gera sér svo sanna grein sem kostur er á fyrir því, hvað
gerðist árið 930 og hvað ekki, hvern aðdraganda setning alþingis og stofnun
ríkisins hefur átt sér á árunum fyrir 930 og hver rök eru fyrir því, að
sjálf setning þingsins . . . hafi farið fram þetta ár.“
SigurSur samdi loks í samvinnu við Olaf Lárusson þátt, er þeir
nefndu Lögsögumannskjör á Alþingi 930 og sýndur var á Þingvöllum
1930. SigurSur segir svo frá í riti sínu Islenzkri menningu 1942, að hann
hafi á því skeiði, sem hér um ræðir, haft í smíðum hók um íslenzkar hók-
menntir síðari alda og hugsað sér að Ijúka henni fyrir alþingishátíðina
1930, en henni hafi ekki orðið lokið. „Efni það, sem ég hafði rissað yfir-
lit um erlendis, horfði að ýmsu leyti öðru vísi við, þegar ég var orðinn
bólfastur á Islandi og fór að hugsa það fyrir íslenzka lesendur — að minnsta
kosti jafnframt erlendum. Nú var ekki um þaS eitt að ræða, frá hverju
hentugast væri að segja öðrum þjóðum, heldur hvað íslendingum væri
sjálfum nauðsynlegast aS þekkja og skilja.“
Hann getur þess ennfremur, að sig hafi um margra ára bil brostið
heilsu til samfelldrar og einbeittrar vinnu og svo hafi dvöl hans og starf
hér heima gert viðfangsefnið flóknara og margbrotnara en það var upp-
haflega.
VoriS 1930 stóð svo á, að Sigurður þurfti að fara til Noregs, og
ætlaði Olöf Jónsdóttir kona hans með honum (en þau höfðu gifzt 1922,
eins og síðar mun sagt verða). „Eg ætlaði mér,“ segir Sigurður, „að vera
ytra til hausts, var ekki í skapi til að vera á alþingishátíðinni, trúði ekki
á, að hún mundi takast nógu vel. Fáum dögum áður en upp skyldi
leggja, neitaði konan mín að fara með mér. Llún sagði, að við mundum
ekki lifa nema eina þúsund ára afmælishátíð alþingis á ævinni, iðrast
þess seinna að vera ekki við stödd, ég gæti farið einn, komið heim í júní
og sótt sig. AuSvitaS hlýddi ég, kom heim með norrænu gestunum á