Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1976, Page 42

Andvari - 01.01.1976, Page 42
40 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVAIÍT þekkingu þjóðarinnar, kenna oss að líta fram og aftur, finna samhengið í sögu vorri, hita oss um hjartarætur. Þjóðhátíðin 1874 skildi eftir ódauð- leg kvæði, fagrar minningar, þjóð, sem hafði vaxið hugur. Væri ekki sorg- legt að halda nú hátíð með ærnum fékostnaði, sem engin slík verðmæti skildi eftir?“ Tveimur árum síðar hirti SigurSur í Vöku merka ritgerð, þar sem hann reynir ,,að gera sér svo sanna grein sem kostur er á fyrir því, hvað gerðist árið 930 og hvað ekki, hvern aðdraganda setning alþingis og stofnun ríkisins hefur átt sér á árunum fyrir 930 og hver rök eru fyrir því, að sjálf setning þingsins . . . hafi farið fram þetta ár.“ SigurSur samdi loks í samvinnu við Olaf Lárusson þátt, er þeir nefndu Lögsögumannskjör á Alþingi 930 og sýndur var á Þingvöllum 1930. SigurSur segir svo frá í riti sínu Islenzkri menningu 1942, að hann hafi á því skeiði, sem hér um ræðir, haft í smíðum hók um íslenzkar hók- menntir síðari alda og hugsað sér að Ijúka henni fyrir alþingishátíðina 1930, en henni hafi ekki orðið lokið. „Efni það, sem ég hafði rissað yfir- lit um erlendis, horfði að ýmsu leyti öðru vísi við, þegar ég var orðinn bólfastur á Islandi og fór að hugsa það fyrir íslenzka lesendur — að minnsta kosti jafnframt erlendum. Nú var ekki um þaS eitt að ræða, frá hverju hentugast væri að segja öðrum þjóðum, heldur hvað íslendingum væri sjálfum nauðsynlegast aS þekkja og skilja.“ Hann getur þess ennfremur, að sig hafi um margra ára bil brostið heilsu til samfelldrar og einbeittrar vinnu og svo hafi dvöl hans og starf hér heima gert viðfangsefnið flóknara og margbrotnara en það var upp- haflega. VoriS 1930 stóð svo á, að Sigurður þurfti að fara til Noregs, og ætlaði Olöf Jónsdóttir kona hans með honum (en þau höfðu gifzt 1922, eins og síðar mun sagt verða). „Eg ætlaði mér,“ segir Sigurður, „að vera ytra til hausts, var ekki í skapi til að vera á alþingishátíðinni, trúði ekki á, að hún mundi takast nógu vel. Fáum dögum áður en upp skyldi leggja, neitaði konan mín að fara með mér. Llún sagði, að við mundum ekki lifa nema eina þúsund ára afmælishátíð alþingis á ævinni, iðrast þess seinna að vera ekki við stödd, ég gæti farið einn, komið heim í júní og sótt sig. AuSvitaS hlýddi ég, kom heim með norrænu gestunum á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.