Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1976, Page 45

Andvari - 01.01.1976, Page 45
andvari SIGURÐUR NORDAL 43 og af því, sem segir í lok AuSunar þáttar vestfirzka í Morkinskinnu, að Þorsteinn Gyðuson væri kominn af Auðuni, ræður hann, að þar hafi ein- hver maður nákominn Sturlungum lagt hönd að verki. En systir Þorsteins Gyðusonar var Helga á Brjánslæk, mikil vinkona Sighvats Sturlusonar. Hér rétt drepur Sigurður á atriði, sem hann hefur hugsað sér að kanna betur, þótt síðar yrði. Eins og að líkum lætur, vegur Sigurður og metur vandlega rök með og móti því, að Snorri Sturluson sé höfundur Egils sögu. Hann hafði á sínum tíma sagt í riti sínu um Snorra, að „í þróun íslenzkrar sagnaritunar stendur Egils saga einmitt á sama stigi og sagnarit Snorra, og væri örðugt að benda á annað rit, sem stæði þeim svo nærri.“ Og hann kveðst nú hafa styrkzt í þessari skoðun því meir sem hann hafi kynnzt Egils sögu betur. Enginn sé líklegri til að hafa skrifað söguna en Snorri sjálfur. „Ef viður- kennt er, að Egils saga sé a. m. k. rituð undir handarjaðri Snorra, þá er ekki langt til þess að álykta, að hann hafi ekki metizt um það við aðra menn að sitja yfir og segja fyrir, þegar hún var samin.“ Segja má, að niðurstaða Sigurðar sé áþekk, þegar hann ræðir kveð- skap Egils í upphafi formálans: „Mikið af honum, kvæðin öll og þorri lausavísnanna, ber á sér römm auðkenni eins og sama skálds. Þetta er tvímælalaust hinn merkilegasti skáldskapur, sem eignaður er nafngreind- um íslendingi í fornum sið, og getum vér varla trúað neinum síðari tíma manni til þess að hafa ort slík verk í orða stað annars manns.“ Sigurður ritaði enn um Snorra í minningu 700. ártíðar hans í Skírni 1941, og kveðst hann þar líta á það sem útkljáð mál, að Snorri sé höfundur Egils sögu. Allþungur skriður var á útgáfustarfsemi Fornritafélagsins næstu árin. Einar Ólafur Sveinsson, er lagt hafði Sigurði drjúgt lið við útgáfu Egils sögu, annaðist 1934 útgáfu Laxdælu og nokkurra þátta, er henni fylgdu, °g 1935 kom Eyrbyggja og Brands þáttur örva út í umsjá hans, en í bind- inu voru jafnframt Eiríks saga rauða, Grænlendinga saga og Grænlendinga þáttur, og vann Matthías Þórðarson að þeim hlutanum. Sigurður lýsir því í bréfi til Halldórs Hermannssonar 30. október 1935, hve þá Matthías hafi greint á um meðferð textans. „Það var mildi, a<5 við urðurn ekki óvinir út af öllu saman, sem okkur bar þar á milli.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.