Andvari - 01.01.1976, Side 47
ANDVARI
SIGURÐUR NORDAL
45
málsgreinunum gaf af mismuni handritaflokkanna, sem vöktu mig til
nýrrar umhugsunar um söguna. Og við það megum vér, sem vinnum að
útgáfum Hins íslenzka fornritafélags, bezt una, að þær verði tilefni og
undirstaða nýrra rannsókna sagnanna."
Þeir Sigurður og Guðni gáfu þetta sama ár, 1938, út Borgfirðinga
sögur. Ætlunin var upphaflega, að sumar þeirra yrðu í hindi með Egils
sögu, og hafði Sigurður því gert á sínum tíma talsverða hríð að þeim. Nú
kom hins vegar í hlut Guðna að fullkomna það verk, gera allan saman-
burð við handritin og sjá að mestu um textann, þótt í samvinnu við út-
gáfustjórann væri, en Sigurður samdi hins vegar formálann, 150 blað-
síður. Sigurður var útgáfustjóri allt til ársins 1951, og kornu út á síðara
skeiðinu sjö bindi: Vatnsdæla saga 1939, Ljósvetninga saga 1940, Vest-
firðinga sögur 1943, Austfirðinga sögur 1950 og Heimskringla í þremur
bindum, 1941, 1945 og 1951. Sigurður ritaði einn þátt formálans fyrir
Fóstbræðra sögu, einni Vestfirðinga sagna, þann um handrit hennar, aldur
og höfund. Sagan var svo samtvinnuð konungasögum, að hún hefur
freistað hans enn einu sinni. Fróðlegt er nú til þess að vita, að kenningu
hans um aldur sögunnar, þ. e. að hún hafi verið rituð um eða rétt eftir
aldamótin 1200, hefur samkvæmt nýjustu rannsóknum Jónasar Kristjáns-
sonar í doktorsritgerð um söguna 1972 verið haggað til rneiri rnuna en
nokkurri annarri kenningu hans af sama tagi, því að Jónas telur Fóstbræðra
sögu ritaða á síðara helmingi 13. aldar.
Fátt mun hafa veitt Sigurði jafnmikla gleði í starfi hans sem út-
gáfustjóra Fornritafélagsins og fylgjast með vinnu Bjarna Aðalbjarnar-
sonar að útgáfu Heimskringlu og sjá henni verða farsællega lokið, áður
en hann léti af útgáfustjórastarfinu 1951.
Sigurður hafði á fjórða tugnum mörg járn í eldinum, og kemur
sumt fram í eftirfarandi kafla úr bréfi hans til Halldórs Hermannssonar
9. marz 1933:
,,Ben[edikt] S. Þór[arinsson] hefur safnað hér áskrifendum að
Monum. typogr. og gengið vel. Á nú von á próförkum af formála mínum
í dag, og N. T. ætti því að verða tilbúið í apríl. Munksgaard sendi mér
uppástungu þína um titilblöðin fyrir Corpus, og er hún vafalaust miklu
ketri en það, sem haft hefur verið. Mun ég hafa titilblöðin að Monum.