Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1976, Page 47

Andvari - 01.01.1976, Page 47
ANDVARI SIGURÐUR NORDAL 45 málsgreinunum gaf af mismuni handritaflokkanna, sem vöktu mig til nýrrar umhugsunar um söguna. Og við það megum vér, sem vinnum að útgáfum Hins íslenzka fornritafélags, bezt una, að þær verði tilefni og undirstaða nýrra rannsókna sagnanna." Þeir Sigurður og Guðni gáfu þetta sama ár, 1938, út Borgfirðinga sögur. Ætlunin var upphaflega, að sumar þeirra yrðu í hindi með Egils sögu, og hafði Sigurður því gert á sínum tíma talsverða hríð að þeim. Nú kom hins vegar í hlut Guðna að fullkomna það verk, gera allan saman- burð við handritin og sjá að mestu um textann, þótt í samvinnu við út- gáfustjórann væri, en Sigurður samdi hins vegar formálann, 150 blað- síður. Sigurður var útgáfustjóri allt til ársins 1951, og kornu út á síðara skeiðinu sjö bindi: Vatnsdæla saga 1939, Ljósvetninga saga 1940, Vest- firðinga sögur 1943, Austfirðinga sögur 1950 og Heimskringla í þremur bindum, 1941, 1945 og 1951. Sigurður ritaði einn þátt formálans fyrir Fóstbræðra sögu, einni Vestfirðinga sagna, þann um handrit hennar, aldur og höfund. Sagan var svo samtvinnuð konungasögum, að hún hefur freistað hans enn einu sinni. Fróðlegt er nú til þess að vita, að kenningu hans um aldur sögunnar, þ. e. að hún hafi verið rituð um eða rétt eftir aldamótin 1200, hefur samkvæmt nýjustu rannsóknum Jónasar Kristjáns- sonar í doktorsritgerð um söguna 1972 verið haggað til rneiri rnuna en nokkurri annarri kenningu hans af sama tagi, því að Jónas telur Fóstbræðra sögu ritaða á síðara helmingi 13. aldar. Fátt mun hafa veitt Sigurði jafnmikla gleði í starfi hans sem út- gáfustjóra Fornritafélagsins og fylgjast með vinnu Bjarna Aðalbjarnar- sonar að útgáfu Heimskringlu og sjá henni verða farsællega lokið, áður en hann léti af útgáfustjórastarfinu 1951. Sigurður hafði á fjórða tugnum mörg járn í eldinum, og kemur sumt fram í eftirfarandi kafla úr bréfi hans til Halldórs Hermannssonar 9. marz 1933: ,,Ben[edikt] S. Þór[arinsson] hefur safnað hér áskrifendum að Monum. typogr. og gengið vel. Á nú von á próförkum af formála mínum í dag, og N. T. ætti því að verða tilbúið í apríl. Munksgaard sendi mér uppástungu þína um titilblöðin fyrir Corpus, og er hún vafalaust miklu ketri en það, sem haft hefur verið. Mun ég hafa titilblöðin að Monum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.