Andvari - 01.01.1976, Qupperneq 53
ANDVABI
SIGURÐUR NORDAL
51
Sigurður birtir síðan kvæðið og snýr erindi sínu upp í lofsöng urn
mannúð Matthíasar og bróðurkærleika, ríkustu þættina í fari bans.
Þótt svo vildi til, að Sigurður þurfti elcki að glíma við þriðja skáldið
i þessum flokki fyrst um sinn, leituðu ærin viðfangsefni á. Vér höfum áður
getið ritgerðar bans í lðunni um Völu-Stein frá árinu 1924, en sama ár
birti bann í Skírni langa grein urn átrúnað Egils Skalla-Grímssonar og
aðra styttri í Eimreiðinni um franska merkismanninn André Courmont,
er látizt bafði 11. desember 1923. Þessar greinar sýna, bve frjór Sigurður
var, þegar bann naut sín bezt, og hve bægt honum veittist að fjalla jafnt
um löngu horfna tíð og málefni líðandi stundar. Þremur árum síðar birtir
Sigurður í Skírni grein sína um Tyrkja-Guddu í minningu þess, að þá
voru liðnar þrjár aldir frá Tyrkjaráninu svonefnda. Fannst bonum tími
til korninn að rétta hlut bennar ögn, því að í stopulum heimildum og þjóð-
sögum befði benni lengstum verið borin illa sagan.
Löngu síðar samdi bann með svipuðu bugarfari merkan báskólafyrir-
lestur um Gunnhildi konungamóður og birti i Sarntíð og sögu 1941. Sig-
urður lýsir skemmtilega fyrstu tildrögum þess, að bann samdi þennan fyrir-
lestur, í eftirmála 2. bindis Áfanga, þar sem bann var endurprentaður
1944. Sigurður bafði í ágústmánuði 1928 brugðið sér til Englands og
orðið barla sjóveikur á leiðinni. Eftir að komið var til Hull snemma morg-
uns ákvað hann að fara upp úr hádegi til Jórvíkur (York), þangað sem
bann bafði aldrei komið áður og þar sem margt var að sjá. „Þegar ég kom
til berbergis um kvöldið, hlakkaði ég ákaflega til hvíldarinnar í rúmi,
sem ruggaði ekki né styngist á endurn, og öll forn fræði voru mér gjör-
samlega úr huga. En svo brá við, að ég missti alla löngun til þess að
taka á mig náðir. Og það voru ekki ævintýri fornvinar míns, Egils Skalla-
Grímssonar, sem béldu fyrir mér vöku, beldur ævi Gunnhildar drottn-
lngar Gormsdóttur. Hún sendi ekki svölu að glugga mínum til þess að
meina mér að yrkja, því að ekkert slíkt stóð til, — beldur krafðist hún
af mér meira sannmælis en íslenzkir sagnaritarar befðu látið bana njóta
forðum.“ Hann segir, að sér hafi horfið „þreytan og svefndrunginn, ég
varð að skrifa það, sem á mig sótti, þegar í stað — og gekk ekki til svefns
fyrr en ég hafði rissað upp allrækileg drög að greininni, sem var full-
samin löngu síðar.“