Andvari - 01.01.1976, Side 57
andvari
SIGURÐUR NORDAL
55
sem skáldverk hefur samið, gægist truflandi fram, og nefnir dærni, en segir
að svo búnu: ,,Um Jóhann var þessu allt öðruvísi farið. Eg hef oft orðið
þess var, þótt verk hans séu minna lesin hér á Islandi en ætla mætti og
hugmyndirnar um hann fremur óljósar, að um minningu hans í hugum
Islendinga leikur einhver töfrablær, sem varpar aftur bjarma á skáldskap-
inn. Þetta er ekki undarlegt, þegar þess er gætt, hvernig æviferill hans var.
Hann lagði út á nýjar og torfærar leiðir, vann mikla sigra, heimsfrægðin
virtist hlasa við honum, þegar hann dó á svipuðum aldri sem Eggert og
Jónas, án þess nokkur hefði séð krafta hans þverra né vonir hans bregðast.
Hann ól aldur sinn, frá því er hann var 19 ára gamall, langt frá íslandi,
sagnir um hann bárust heim með ungum stúdentum, sem dáðust að hon-
um, og heimferðir hans voru svo strjálar og stuttar, að viðburður þótti að
sjá hann tilsýndar. Hann sagði sjálfur, að fjarlægðin gerði fjöllin hlá og
mennina mikla. Hitt er undarlegra, að sami ævintýraljóminn skuli hafa
verið á persónu Jóhanns í augum þeirra manna, sem höfðu af honum
löng og hversdagsleg kynni, — og engu síður meðan þeir voru samvistum
við hann en í endurminningunni síðar meir.“
Öll grein Sigurðar er yljuð af þeim nánu kynnum, er tekizt höfðu
með honum og Jóhanni snemma á Elafnarárum Sigurðar.
Árið 1943 komu Þyrnar Þorsteins Erlingssonar út í fjórðu prentun
aukinni, og var þar birt rækileg ritgerð Sigurðar um skáldið. Ver minn-
umst þess, að Sigurður hafði átt nokkurn hlut að þriðju prentun 1918,
en ritgerðin 1943 var fimmtán árum síðar, 1958, endurprentuð í 1. bindi
ritsafns skáldsins. Þá flutti Sigurður ræðu á aldarafmæli Þorsteins 27.
september það ár, og var hún prentuð í 3. árgangi Nýs Helgafells.
Þó að Sigurður léti þannig ekki sinn hlut eftir liggja að minnast
þjóðskáldanna við ýmis tækifæri, bæði lífs og liðinna, urðu þau verk-
efni ekki til að aftra honum frá að þoka rannsókn fornbókmenntanna
jafnframt áleiðis. Sama árið og hann birti fyrrnefndar greinar um Einar
Benediktsson og Jóhann Sigurjónsson, gaf hann út í 7. hefti Islenzkra
fræða 84 blaðsíðna ritgerð um Elrafnkötlu.
Jón Jóhannesson ritaði um heftið í Skírni 1940 og féllst þá á megin-
atriði ritgerðarinnar, og þegar hann tíu árum síðar gaf út Austfirðinga
sögur á vegum Fornritafélagsins, gerir hann svofellda grein fyrir kenn-