Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1976, Page 59

Andvari - 01.01.1976, Page 59
ANDVARI SIGURÐUR NORDAL 57 ar. Það er hvort tveggja, að ég tel engan annan mann dómbærari um slíka bók, enda veit ég, að þú mundir aldrei mæla neitt hégómaorð. En — ef út- koma II. (og III.) bindis dregst fram yfir allar áætlanir og ásetningu, þá ætla ég með sjálfum mér að afsaka mig með því, að ég sé að bíða eftir því, að þau geti i þínum augurn orðið samboðin I. bindinu! Annars kemur hér margt til greina í raun og veru, það er erfitt að sleppa glímutökunum á sumuin viðfangsefnunum, meðan manni finnst þau ekki hafa blessað rnann, — eða blessazt, — og þessi ár hafa að mörgu leyti verið mér þungbær. En út í það skal ég ekki frekar fara.“ I bréfi, er hann ritaði I lalldóri rúmu ári síðar, kveðst hann hafa verið á Englandi í október 1946 í boði British Council, en mest hafi sér verið í nrun að hitta Jóhannes son sinn, er um þær mundir var ytra við nám og verið hafði veikur, en Sigurður þá ekki séð hann i þrjú ár. Annað á þessurn árum, er fékk Sigurði nokkurrar áhyggju, voru átök þau, er urðu um skilnaðinn við Dani, en Sigurður var í hópi þeirra manna, er vildu fara liægt í sakir og bíða, unz stríðinu lyki og unnt væri að ræða skilnaðarmálin beint við Dani. Gaf þessi hópur 1943 út rit, sern nefnt var Ástandið í sjálfstæðismálinu. Sambandslögin, tvær áskoranir til Al- þingis og nokkrar greinar um hið nýja viðhorf í sjálfstæðismálinu. Sig- urður ritaði eina grein í þetta rit, og kallaðist hún „Hljómurinn, sem á að kæfa“. Er ljóst, að honum er inikið niðri fyrir og honum hefur sárnað mjög, að stjórnmálamenn þeir, er ferðinni réðu, hlustuðu ekki á varnaðarorð hans og ýmissa annarra, líktu boðskap þeirra heldur við hljóm, er þyrfti að kæfa. Þessa sársauka verður enn sem snöggvast vart, þegar Sigurður í binni snjöllu ræðu á þjóðhátíðarsamkomu að Rafnseyri við Arnarfjörð E7. júní 1944 bregður á eftirfarandi hugleiðingu:1) „Nýlega las ég þessi °i'ð um atkvæðagreiðslu þá, sem frarn fór hér á landi fyrir tæpum mán- uði: „Mætti gifta þjóðarinnar vera svo mikil, að ætíð verði svo vel svar- aÖ, þegar ísland kallar." Þau vöktu ýmsar spurningar: Hvenær kallar Island? Er það einungis á fáeinunr úrslitastundum sögunnar, við hátíð- leg tækifæri? Hvernig kallar ísland? Hrópar það hátt með hörðum áróðri ■0 Ræðan var prentuð í ritinu Lýðveldishátíðin 1944.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.