Andvari - 01.01.1976, Síða 59
ANDVARI
SIGURÐUR NORDAL
57
ar. Það er hvort tveggja, að ég tel engan annan mann dómbærari um slíka
bók, enda veit ég, að þú mundir aldrei mæla neitt hégómaorð. En — ef út-
koma II. (og III.) bindis dregst fram yfir allar áætlanir og ásetningu, þá
ætla ég með sjálfum mér að afsaka mig með því, að ég sé að bíða eftir því,
að þau geti i þínum augurn orðið samboðin I. bindinu! Annars kemur hér
margt til greina í raun og veru, það er erfitt að sleppa glímutökunum á
sumuin viðfangsefnunum, meðan manni finnst þau ekki hafa blessað rnann,
— eða blessazt, — og þessi ár hafa að mörgu leyti verið mér þungbær. En
út í það skal ég ekki frekar fara.“
I bréfi, er hann ritaði I lalldóri rúmu ári síðar, kveðst hann hafa verið
á Englandi í október 1946 í boði British Council, en mest hafi sér verið í
nrun að hitta Jóhannes son sinn, er um þær mundir var ytra við nám og
verið hafði veikur, en Sigurður þá ekki séð hann i þrjú ár.
Annað á þessurn árum, er fékk Sigurði nokkurrar áhyggju, voru átök
þau, er urðu um skilnaðinn við Dani, en Sigurður var í hópi þeirra manna,
er vildu fara liægt í sakir og bíða, unz stríðinu lyki og unnt væri að ræða
skilnaðarmálin beint við Dani. Gaf þessi hópur 1943 út rit, sern nefnt
var Ástandið í sjálfstæðismálinu. Sambandslögin, tvær áskoranir til Al-
þingis og nokkrar greinar um hið nýja viðhorf í sjálfstæðismálinu. Sig-
urður ritaði eina grein í þetta rit, og kallaðist hún „Hljómurinn, sem á
að kæfa“. Er ljóst, að honum er inikið niðri fyrir og honum hefur sárnað
mjög, að stjórnmálamenn þeir, er ferðinni réðu, hlustuðu ekki á varnaðarorð
hans og ýmissa annarra, líktu boðskap þeirra heldur við hljóm, er þyrfti
að kæfa.
Þessa sársauka verður enn sem snöggvast vart, þegar Sigurður í
binni snjöllu ræðu á þjóðhátíðarsamkomu að Rafnseyri við Arnarfjörð
E7. júní 1944 bregður á eftirfarandi hugleiðingu:1) „Nýlega las ég þessi
°i'ð um atkvæðagreiðslu þá, sem frarn fór hér á landi fyrir tæpum mán-
uði: „Mætti gifta þjóðarinnar vera svo mikil, að ætíð verði svo vel svar-
aÖ, þegar ísland kallar." Þau vöktu ýmsar spurningar: Hvenær kallar
Island? Er það einungis á fáeinunr úrslitastundum sögunnar, við hátíð-
leg tækifæri? Hvernig kallar ísland? Hrópar það hátt með hörðum áróðri
■0 Ræðan var prentuð í ritinu Lýðveldishátíðin 1944.