Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1976, Side 60

Andvari - 01.01.1976, Side 60
58 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI eða beiskum ávítum? Á hvaö kallar Island? Biður það helzt um miklar heitstrengingar og fjálglegar ástarjátningar eða líka eitthvað annað, sem minna lætur yfir sér, en varðar samt ekki minna?“ En ræðumaður dvel- ur ekki lengi við þetta, og hann heldur áfram og segir: „Eg vildi óska þess, að ég væri þess megnugur að láta yður hlusta á allt annað en þessa ræðu: á rödd þess umhverfis, sem hér hlasir við, raddir sögunnar og þjóðarinnar, sem hefur byggt og á að byggja þetta land. Eg vildi óska, að þér gætuð gert hljótt í huga yðar til þess að heyra hið hljóðláta kall alls þess, sem hér hefur verið og er enn ofgert og vangert og biður um, að fyrir það og úr því verði hætt. Hvert býli, hver uppblásinn og vanræktur blettur biður um betri aðhlynningu eftir þúsund ára arðrán. Jafnvel sjórinn biður um vernd og ræktun, ef hann á að halda áfram að vera bjargargjafi og auÖsuppspretta. Þetta ból fornrar og nýrrar giftu, þar sem Grélöð fann hunangsilm úr grasi, Hrafn Sveinbjarnarson líknaði þjáðum og Jón Sig- urðsson nam dáð og dyggðir í garði föður og móður, tala til vor sínu mátt- uga þagnarmáli. Rödd Jóns kallar meðal annars á tvennt, sem hann aldrei þreyttist á að innræta löndum sínum og á jafnt erindi til vor í velgengni og mótlæti: manndóm í starfi hvers einstaklings og samheldni alþjóðar. Hvert barn, sem fæðist og oss er falið til forsjár, biÖur um tækifæri til þess að þroskast samkvæmt hæfileikum sínum og fá að neyta krafta sinna í réttlátu og samstilltu þjóðfélagi, þar sem enginn smælingi er fyrir borð borinn, hver óbreyttur liðsmaður gerir skyldu sína eftir beztu vitund og hver sá, sem þykist kallaður eða kvaddur er til forystu, telur það eitt frama sinn og gæfu, að vinna íslandi því dyggilegar sem honum er meira veitt. Innan lítillar stundar verður lýst yfir stofnun hins íslenzka lýðveldis. Sá atburður á að marka aldamót í sögu Islands, gera þennan dag að hátíð bjartra vona, vegsemdar og fagnaðar. Nú tilkynnir frjáls þjóð veröldinni, að héðan af heri hún ein áhyrgð á sjálfri sér. Því meiri ljómi sem er yfir slíkum degi og trú vor á hamingju hans einlægari, því máttugri og dýr- mætari verður minning hans til þess að verða leiðarljós vort síöan. Látum engan skugga bera á hann. Þessi atburður er greinilegast tengdur sögu liÖinna tíma með tvenn- um hætti. Staðurinn, þar sem stjórn og alþingi íslendinga kom saman, er Lögberg á Þingvelli við Öxará. Með því er minnt á, að stofnun lýÖveldisins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.