Andvari - 01.01.1976, Síða 70
68
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVAHI
inn á klókan og skynsamlegan hátt, en á þeim tíma þarfnaðist jarðvegurinn
slíks undirbúnings, því að eins og máltækið segir: ekki tína ávöxtinn fyrr en
hann er fullþroskaður." En Eriksen segir í framhaldi af þessu: „Það má ekki
heldur láta undir höfuð leggjast að nefna lýðháskólahreyfinguna, því að hún
hefur átt sinn stóra þátt í þessu máli, og þá einkum hér áður fyrr.“
Upp úr þeim jarðvegi, sem hér hefur verið lýst, óx síðan ákveðið tilboð,
er danska stjórnin fyrir atheina þeirra Hans Eledtofts og Juliusar Bomholts
hugðist senda Islendingum. Svo hittist á, að Bjarni Benediktsson, er á þessu
skeiði var menntamálaráðherra, varð á ferð í Kaupmannahöfn vísari urn efni
tilboðsins og varaði þá eindregið við því, að það yrði sent íslenzku ríkis-
stjórninni, hvatti heldur til þess, að Danir öfluðu sér sem gleggstrar vitneskju
urn afstöðu íslendinga. Er ekki að efa, að þá Bjarna og Sigurð hefur greint
á um málið og Bjarni hlotið að ráða.
Hinn 5. marz 1954 hirti blaðið Politiken í Kaupmannahöfn óvænt
bráðahirgða tillögur dönsku stjórnarinnar um lausn málsins.
Einar Olafur Sveinsson lýsir svo tillögunum í riti sínu um handrita-
málið 1959, að samkvæmt þeirn „skyldu íslenzku handritin vera sameign
Dana og íslendinga. Tveim vísindastofnunum skyldi kornið á fót, annarri
í Reykjavík, hinni í Kaupmannahöfn, sem hvor hefði sína stjórn, en sam-
eiginlega yfirstjórn hefðu þær báðar. Handritunum skyldi skipt eftir efni
milli stofnananna, þannig að það, sem helzt varðaði Island, skyldi vera á
Islandi, en það, sem varðaði önnur Norðurlönd, skyldi vera í Kaupmanna-
höfn. Ljósmyndir skyldi gera af öllum handritunum, þannig að þær fylltu
upp skörð stofnananna og hvor um sig hefði með því móti texta allra hand-
ritanna. Um íslenzk skjalagögn í Kaupmannahöfn var tiltekið, að þeim
skyldi skilað íslendingum til eignar.“ Og Einar Ölafur heldur áfram og
segir: „Hér var brytt upp á nýju, sem aldrei hafði kornið fram í óskurn Is-
lendinga, sameign þeirra og Dana á handritunum. I nefndarálitinu 1951 var
það talið sjálfsagt, að afhending fæli í sér afsal eignarréttar, gjöf væri gjöf.
Islenzka ríkisstjórnin og Alþingi ræddu málið og böfnuðu þeirri leið, að
sameign handritanna gæti orðið „samkomulagsgrundvöllur til lausnar hand-
ritamálinu, þar sem slík sameign mundi gersamlega brjóta i bága við þjóð-
ernistilfinningu Islendinga og skilning þeirra á handritamálinu og verða
stöðugur ásteytingarsteinn í sambúð þjóðanna."