Andvari - 01.01.1976, Qupperneq 73
ANDVARI
SIGURÐUR NORDAL
71
haustið 1956 og efna til samkomu í Þjóðleikhúsinu 14. september honum
til heiðurs, þar sem Þorkell Jóhannesson hélt ræðu um Sigurð og fluttir
voru valdir kaflar úr riturn hans.
Almenna bókafélagið gaf ennfremur út í tilefni af sjötugsafmæli Sig-
urðar sýnishorn af helztu ritverkum hans, í fræðum, heimspeki og skáld-
skap. Tómas Guðmundsson valdi efnið, og var ritiÖ, er nefnt var Baugabrot,
prentað 1957.
Annað, sem gert var Sigurði til særndar a sjötugsafmæli hans, var ut-
gáfa ritsins Nordælu á vegum Helgafells með greinum fjortan vina hans.
Sigurður víkur að ritinu í stuttu bréfi til Halldors Hermannssonar 25.
september 1956, þar sem hann þakkar honum grein hans í ritinu, en í brél-
inu segir Sigurður svo í upphafi: ,,Kæri vinur, það rnætti ef til vill segja
um mig, eins og sálmaskáldið kvað um Pílatus forðurn: „Þetta, sem helzt nú
varast vann, varð þó að koma yfir hannA Ég hef verið heldur vantruaður a
afmælisrit og gagnsemi þeirra og sneitt hja þvi að skrifa i þau, og nu get
ég samt ekki neitað því, að mér finnst „Nordæla (hvað sem um nafnið má
segja!) prýðilegt og fróðlegt rit og hef haft mikla ánægju af þvi að lesa
hana."
Hins og vænta rnátti, ritaði Sigurður allmarga ritdoma og ritfregnir,
þott lítið hafi verið að þeim vikið í þessu yfirliti. Hann skrifaði serstaka
grein um ritdóma og birti í Eimreiðinni 1925. Hann segir þar m. a.: „Nú
eru ritdómar í sjálfu sér eitthvert leiðinlegasta og erfiðasta ritstarf. Maður
fær sig varla til að gera það af alhuga, nema hann viti með sjalfum ser, að
hann sé að vinna gott verk og nytsamt.
Ef menn sannfærast um gagnsleysi þeirra, mun flestum verða ogn auð-
Velt að stilla sig um að semja þá.“
En þótt Sigurður sé nokkuð á báðum attum í viðhorfi smu til ritdoma,
er þó niðurstaða hans sú, að ritdómarar eigi miklu og göfugu hlutverki að
gegna, eða eins og hann segir í lok greinarinnar: „Auk þess eru bókmennt-
Enar sórni vor, sverð og skjöldur. Þær hafa gefið oss tilverurétt og sett oss á
hekk menningarþjóða. Með þær að bakhjalli, en hvorki hervald né fjár-
magn, höfum vér orðið að semja við erlend ríki og haft mál vor fram. Og
enn eiga þær að fá oss nýs frama. Heimurinn er ekki auðugri að andlegum
verðmætum en svo, að hann myndi taka því fegins hendi, ef vér kynnum