Andvari - 01.01.1976, Qupperneq 79
ANDVARI
SIGURÐUR NORDAL
77
venjulegum skilningi, — lágt hamrabelti að vestan, hálfmánamynduð tjörn,
stór grasflöt, sem hallar í sveig niður að tjörninni á þrjá vegu. Svo margir
yndislegir blettir sem eru víðs vegar um Heiðmörk, er Helgadalur perlan
rneðal þeirra allra. Ég leit hann augum fyrsta sinn, þegar ég kom ríðandi
ofan úr Grindaskörðum og við áðurn þarna á grasflötinni, sumarið 1910,
að mig minnir, en gat aldrei gleymt honum, þótt langir tímar liðu, áður
en nánari kynni tókust. Oftsinnis hylltist ég seinna til þess á gönguferðum
mínurn að staldra við í Helgadal, svo lengi sem tíminn leyfði, seinni hluta
dags, þegar sól var gengin til vesturs, hamrabeltið orpið skugga, sem gerði
það ótrúlega svipþungt og mikilúðlegt, einkanlega eins og það speglaðist
í tjörninni, en öll grasflötin böðuð í sólskini. Þetta var sannarlega heilagur
staður, einveran fullkomin, með öllum sínum unaði og hrolli, dauðaþögn,
sem klæddi þó „hundrað raddir“, hulið líf í klettum og gróðri. Oft sat ég
við ofurlitla og nær því ósýnilega lind, sem seytlaði fram á einurn stað
undan norðurjaðri tjarnarinnar og nærði hana silfurtæru vatni langt ofan
úr fjöllum.
Á hernámsárunum konr það fyrir, að um grasflötina var ekið jeppurn,
sem ristu hjólför í svörðinn. En þetta voru einungis svöðusár, sem greru
lljótlega og skildu ekki eftir nerna fáein ör.
En þegar Kaldárstokkurinn var tekinn hurt og vatninu í staðinn veitt
til Hafnarfjarðar í pípum neðanjarðar, opnaðist hílvegur í Elelgadal og
eftir honurn sjálfri nútíðarmenningunni braut. Nú var farið að reisa tjöld
á grasflötinni, hún var mörkuð af bældum og snoðnum tjaldstæðum, út-
ötuð af sígarettuhylkjum, niðursuðudósum og flöskum, en tómum benzín-
dunkum fleygt út í tjörnina. Síðustu skiptin, sem ég var enn nógu göngu-
fær til þess að koma á þessar slóðir, horfði ég á umgengnina hæði sár og
gramur. En goð hefna eigi alls þegar, eins og sagt er í Njálu, og valt er
að treysta því, að allar dísir séu dauðar. Litla uppsprettulindin þvarr,
tjörnin þornaði upp, en eftir varð ljótt leirflag, hæfilegt til þess að taka
við benzíndunkunum og öðrum táknum þess, að jörðin sé fótaskinn manns-
ins. Hér höfðu engar sögur farið af bannhelgi, sem naumast var heldur
að vænta um svo afskekktan blett. En mér fannst, þegar horfin var tjörnin,
sem hafði verið sál staðarins, sem þetta væri kveðja frá vættum Helgadals