Andvari - 01.01.1976, Qupperneq 85
andvari
SIGURÐUR NORDAL
83
Fimm árum áður, á sextugsafmæli Sigurðar, tileinkuðu íslenzkir rit-
höfundar honum Sýniskver íslenzkra samtímabókmennta og vildu með því
gjalda honum maklegar þakkir „fyrir ómetanlegt forustuhlutverk í hók-
menntum og menningarlífi þjóðarinnar og þá leiðsögn og örvun, sem
íslenzkir nútímahöfundar eiga honum sérstaklega upp að unna," eins og
segir í formála útgefandans, Ragnars Jónssonar.
Á sama hátt og Sigurður taldi það mestu virÖingu, er sér hefði
hlotnazt um dagana, að vera kvaddur til að verða eftirmaður Björns M.
Ólsens á kennarastóli, hlaut Háskóli íslands áður en lauk mikla virðingu
af starfi hans í þágu skólans, og liann reyndist vissulega öruggur talsmaður
hans við ýmis tækifæri. Sigurður sat í byggingarnefnd skólans 1936—
40 og ritaði grein um háskólabygginguna nýju og vígslu hennar 17.
júní 1940 í 2. hefti Tímarits máls og menningar það ár. Hann lauk
greininni á þessa leið: „Einn þingmaður hefur í sambandi við þessa
byggingu talað um ,,musterisstefnu“, sem væri háskaleg fátækri þjóð,
°g bent á, hversu mörg sveitabýli hefði mátt reisa fyrir þetta fe. Hann
neitaði samt ekki, að háskólinn þyrfti hús, og er þá ekki um annað að
ræða en muninn á minna og óvandaðra húsi og þessu. Gerum rað fyrir,
að nýi háskólinn kosti 1 milljón og 800 þús. krónur, en viðunandi hús
hefði fengizt fyrir helming þess fjár. Fyrir hinn helminginn fæst það,
að nóg rúm er fyrir nýjar starfsdeildir í hyggingunni, stúdentar og
kennarar starfa í fallegu umhverfi og þjóðin hefur eignazt hús, sem
er listaverk, henni til sóma og almenningi upplyfting að skoÖa.
Tæpum þrem vikum eftir vígslu háskólabyggingarinnar var ný kirkja
vígð á Tjörn á Vatnsnesi. Samkvæmt blaðafregnum kostaði hún rúmar 18
þúsundir króna, en í söfnuðinum eru alls um 70 manns. Ef borið er sarnan,
hvað íslenzka þjóðin hefur kostaÖ til háskólahússins og Tjarnarsöfnuður
til kirkj u sinnar, þá verður útkoman sú, að á hvern Islending korna tæpar
15 krónur til háskólans, en á hvert mannsbarn í Tjarnarsöfnuði rúmar
257 krónur til kirkjunnar. Líklega er fremur fátækt fólk á Vatnsnesinu
°g kirkjan sjaldan notuð. En hvað sem öllum trúmálum viÖvíkur, þá hefur
þessi fátæki og fámenni hópur viljað hafa kirkjuna sína vandaða, úr því
að þurfti að reisa hana á annað borð. Það er hvorki heimska né hegóma-
skapur. Það er myndarskapur.