Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1976, Page 102

Andvari - 01.01.1976, Page 102
100 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVjUU að við eigum fleiri bókmenntagreinar en íslendingasögur og íslendingaþætti: Forn- aldarsögur Norðurlanda, biskupa sögur, helgra manna sögur, konungasögur, ridd- arasögur. Kom citthvað af þessu í staðinn fyrir íslendingasögur og Islendingaþætti eftir 1030? Enginn þarf að efast urn það, að inn- leitt hefur verið með kristninni hér á landi að segja sögur heilagra manna, jafn- vel þýða þær, semja og rita. Það hélzt síðan svo lengi sem hér var katólsk kirkja ráðandi og jafnvel lcngur að nokkru. En alltaf hafa þær sögur þótt einhæfur rnatur einar sér. Og einhvern veginn virðist svo, að ekki hafi farið vel um Islendingasögur og íslendingaþætti á bekknum við hliðina á þeim, fyrst ekki eru slíkar bókmenntir til frá þcirn tíma, er heilagra manna sögur hljóta að hafa rutt sér fyrst til rúms. Is- lendingar virðast þá einmitt öðlast smekk fyrir Fornaldarsögur Norðurlanda, a. m. k. bendir margt til þess, að þá fyrst hafi verið byrjað að segja þær, er sannindi þeirra voru tekin að gleymast, svo að menn leyfðu sér að fara frjálslega með þær og sögðu þær þannig í veizlum á tíma, sem heilagra manna sögur voru sagðar í kirkjum. Af því er til ágæt lýsing frá árinu 1119, er 89 ár eru liðin frá því, að fundizt hafði efni í Islendingasögu. Þessi lýsing er frá brúðkaupi á Reykhól- urn þannig: „Frá því er nokkuð sagt ... hverir þar skemmtu eða hverju skemmt var. ... Idrólfur frá Skálmarnesi sagði sögu frá Idröngviði víkingi og frá Ólafi Liðsmannakonungi og haugbroti Þráins berserks og Hrómundi Gripssyni — og margar vísur mcð. En þessari sögu var skemmt Sverri konungi, og kallaði hann slíkar lygisögur skennntilegastar. . . . Þessa sögu hafði Hrólfur sjálfur saman setta. Ingimundur prestur sagði sögu Orms Barreyjarskálds og vísur rnargar og flokk góðan við enda sögunnar, er Ingi- rnundur hafði ortan, og hafa þó rnargir fróðir menn þessa sögu fyrir satt.“ — Frá því skal svo að lokurn sagt, að um síðir virðist hafa verið leitað sanninda fyrir sumum Fomaldarsögum, og var það þá helzti seint. Sögur um fyrstu biskupa Islands voru að efnismeðferð líkar íslend- ingasögum og íslendingaþáttum, en svo lítið var í tízku að safna efni til þeirra, að um fyrsta biskupinn Isleif er það eitt sagt í Kristnisögu, yfirlitssögu um fyrstu öld kristninnar hér á landi, að faðir hans sendi hann til nárns í Saxlandi, hver v'ar kona hans og börn þeirra, að hann var valinn af landsmönnum sínum til bisk- upsvígslu, var biskup í 24 vetur, kenndi mörgurn prestum og urðu tveir þeirra biskupar, og dó 80 árurn síðar en Ólafur hvarf Tryggvason. í öðru yfirliti um elztu kristni hér á landi, Hungurvöku, eru honum helgaðar finnn blaðsíður og nokkru fleira frá honum sagt. En frá Gissuri syni hans, sem efalaust var mikil- hæfastur og umsvifamestur allra biskupa á Þjóðveldisöld, er sagt þar á sex blað- síðum. Við andlát hans voru liðin 90 ár frá því, er síðast fannst efni í íslendinga- sögu. En þá vill svo til, að fyrst er tekið að rita biskupasögur sem rækileg samtíma- rit, og þá er einnig tekið að rita nýjar íslendingasögur, að mörgu mjög líkar og hinar fyrri, en eru þó aldrei nefndar sama nafni, enda eru þær að svo miklu leyti samtímasögur, að höfundar þeirra eru af sörnu kynslóð og þeirri, er efnið lögðu til þeirra, og er jafnvel vafalaust, að sumir rithöfundarnir koma við þær sögur. Miklu af þessum sögum var síðan safnað í eina heild og á þær litið sem eina bók eða jafnvel eina sögu og gefið nafnið Sturl- ungasaga. Konungasögur hafa þær sögur verið kallaðar, sem segja frá erlendum þjóð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.