Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1976, Side 103

Andvari - 01.01.1976, Side 103
ANDVARI UM UPPRUNA ÍSLENDINGASAGNA OG ÍSLENDINGAÞÁTTA 101 höfðingjum á þeim tíma, er íslendingar í fornöld sinni stunduðu það mest að semja, segja og rita sögur. Þær sögur eru mestar frá þeim þjóðhöfðingjum, sem þeir skiptu mest við, Noregskonungum, en einnig eru til miklar sögur frá Dana- konungunr og Orkneyjajörlum á sama tíma. Með þessum sögum má með þeim rétti telja sögur (eða sögu) Færey- inga, að þær gerast utan Islands og varða aðallega skipti þeirra við Noregskonunga. Þessar sögur eru allar mjög líkar íslend- ingasögum að allri gerð sinni og mann- lýsingum, eins þó að frá meiri höfðingj- um sé sagt. En um þær er það eftirtektar- vert, að þeim lýkur ekki á sarna tíma, heldur er efni þeirra samfellt til loka Þjóðveldisaldar á Islandi. Efni þcirra, einkum sagna um Noregskonunga, er að vísu sagt í talsvert mismunandi rniklu máli, enda hafa margir orðið til að rita um þá, og hafa áhugamál þeirra jafnvel verið breytilcgri en þeirra, er rituðu eftir- tektarverðustu íslendingasögurnar og Is- lendingaþættina. Fyrirferðarmestu Nor- cgskonungasögurnar og meðal þeirra, sem fyrst voru ritaðar, eru sögur um Ólaf Tryggvason og Ólaf helga. Þær sögur unr þá, er fyrst voru ritaðar, eru að efni og ýmsu í búningi sínum blendingur af Is- lendingasögum og heilagra manna sögum, enda er efni þeirra frá sama tíma og þeirra Islendingasagna, er endist lengst efni fram í tímann. Ólafur helgi, Skafti Þór- oddsson lögmaður og Snorri goði verða nærri samferða á leiðinni til annars heims. En eftir Ólafs sögu helga fer Magnúss saga góða og Fíaralds saga harðráða, og er söguefni um þá báða miklu líkara efni íslendingasagna en heilagra manna sagna, þó að Magnús sé góður kallaður. Eyða er að vísu í sögu Noregskonunga frá 1066, þar til komið er að lokum 11. aldar, en slíkt er fyrir það eitt, að Islendingar fundu ekki sögu- efni í Noregi á dögum Ólafs konungs kyrra, af því að þá var „friðaröld“ þar eins og á íslandi, og skýrir það að nokkru leyti lykkjufallið í sögu Noregskonunga, þótt á öðrum tíma sé en lykkjufallið mikla verður í íslendingasögum. En í Danakon- ungasögum er mest sagt frá Knúti kon- ungi helga, samtímamanni Ólafs kyrra, en um hann hefur þótt mest söguefni, af því að um hann var ófriður mestur og hann gerður heilagur fyrir það eitt, að hann var drcpinn í kirkju. — Frá Orkn- eyjajörlum og Færeyingum er hvað mest sagt, þcgar sögur eru felldar niður um íslendinga, og eru þá þeirra sögur mjög skyldar íslendingasögum. — Um riddara- sögur verður hér ekki rætt að sinni. Þær trufla ekki bókmenntahefð okkar fyrr en á 13. öld. Næst verður hér rætt um annað, sem eftirtektarvert er urn íslendingasögur og þætti, þó að vísu ekki eins eftirtektarvert og hvenær sögunum og þáttunum lýkur. Landinu var upphaflega skipt í 12 þing eða þingsóknir (en svo var einni þing- sókninni skipt, svo að þær urðu 13). Is- lendingasögur og þættir hafa frásagnir að flytja úr öllum þessum þingum eða þing- sóknum. Hins vegar er þess ekki að dylj- ast, að frásagnir þessar eru talsvert mis- munandi miklar úr þingunum. Mætti þá láta sér til hugar koma, að safnað hefði verið frásögnum að vísu úr öllum þing- um, en við söfnunina hefði verið mis- munandi alúð lögð, þannig að nokkru minni alúð hefði verið lögð við frásagnir á Norðurlandi og Austurlandi en Suður- og Vesturlandi. Mest alúð virðist hafa verið lögð við að safna frásögnum úr Þórs- nesþingi og þar einkum af Snæfellsnesi norðanverðu og úr Suður-Dölum. Frá því svæði sækja tvær atburðaríkustu Islend- ingasögurnar, Eyrbyggja og Laxdæla, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.