Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1976, Side 106

Andvari - 01.01.1976, Side 106
104 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVARI hafði verið gerður um margsháttar efni og þá cinnig á sannleiksgildi þeirra. Var þá auðveldara, eins og ætíð vill verða, að finna ósamkvæmnina og brestina í frá- sögnum þeirra en sanna frásagnir, sem vafasamar gátu sýnzt, og olli þetta vax- andi efasemdum á sannleiksgildi sagn- anna, og jafnvel hafði það þau áhrif, að fræðimenn og aðrir vildu bæta sér upp minnkandi trú á sannleiksgildi frásagn- anna með því að leita þar uppi aukna trú á bókmenntagildi þeirra og skáldskap. Enn varð Nordal til þess, sjálfur spá- maður þessarar stefnu, að rita sérstakt rit um Hrafnkelssögu Freysgoða, sem talin hafði verið með sönnustu íslendingasög- um, og færa fyrir því mjög álitleg rök, að sagan væri skáldskapur frá rótum. Þetta varð til þess, að margir þeir, er fylgt höfðu honum áleiðis, gátu ekki stillt sig um að fara þá leið til enda. Til þess urðu sagnfræðingarnir jafnvel enn fúsari en bókmenntafræðingarnir, þar sem þeir losnuðu með því við erfiðið að grcina rétt frá röngu. Þetta kom m. a. fram í viðhorfinu gagnvart Ara fróða. Nordal hélt því fram og trúði því fullkomlega, að krafa Ara um sannindi í íslenzkum sögum og barátta hans gegn lygisögum þeim, er Svcrri konungi þóttu skemmti- legastar, hefði leitt til þess, að þeir, er sögur rituðu, hefðu lagt sig fram til þess að segja sannleikann skemmtilega. Þctta hcfði jafnvel tekizt svo vel, að Karli Jóns- syni auðnaðist að rita sögu Sverris sjálfs svo skenuntilega, að jafnaðist við sögur af Hröngviði víkingi og haugbroti Þráins bcrserks, og til þessa væri að rekja ágæti Islcndingasagna og Heimskringlu Snorra Sturlusonar. En ritstjóri íslandssögu þjóð- hátíðarútgáfunnar hraut sér veg til frægð- ar og gengis með því að færa rök að því, að sagnfræði Ara væri ekki traustari eða merkilegri en önnur sagnavísindi Islend- inga forn. Til þess að höfundur þessarar ritgerð- ar verði ekki einn til frásagnar um fyrri og nýrri skoðanir um upphaf íslendinga- sagna, skal lesendum bent á þrjú og auð- lesin rit um það efni. Er þar fyrst nefnt rit norsks prófessors, Knuts Liestöls, Upphavet til den islendske ættesaga, í þýðingu Björns Guðfinnssonar. Það heitir í þeirri þýðingu Uppruni íslendingasagna og er gefið út af bókadeild Menningarsjóðs 1938. Þar eru furðu gild rök fyrir sagn- fræðiskoðuninni urn uppruna íslcndinga- sagna. Fyrir bókmenntastefnunni cru hins vegar færð skýrust rök öfgalaust í riti Nordals, Islenzkar fornsögur, er upp- haflcga var ritað á dönsku fyrir ritsafnið Nordisk kultur, en þýtt á íslenzku af Áma Björnssyni og gefið út af Máli og menningu 1958. Einnig skal bent á til lesturs rit Nordals, Hrafnkötlu, 7. rit Is- lenzkra fræða (Studia Islandica), frá 1940. Þá vil ég, sem ritgerð þessa skrifa, segja frá mínum kynnum af stefnum þessum og skoðunum á þeim. Er þá fyrst frá því að segja, að eg hafði aldrei heyrt, svo að ég tæki eftir, annan skilning á Islendinga- sögum en þann, er felst í sagnfræðistefn- unni, þar til eg kom til Akureyrar 19 ára gamall til þess að þreyta próf upp í annan bekk gamla Gagnfræðaskólans, sem nú er menntaskoli. Þá varð ég af tilviljun áheyr- andi að viðræðum Erlings föðurbróður míns og Aðalbjargar Sigurðardóttur um það, hvort þau tryðu betur frásögn Njáls- sögu urn atburði þá, er í sögunni gerast, eða draumi Hermanns Jónassonar um þá. Var Erlingur hinni viðurkenndu sagn- fræðistefnu trúr og rökstuddi hana, en Aðalbjörg trúði draumnum betur. Ég fann þá, að um þetta efni hafði ég aldrei
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.