Andvari - 01.01.1976, Page 106
104
ARNÓR SIGURJÓNSSON
ANDVARI
hafði verið gerður um margsháttar efni
og þá cinnig á sannleiksgildi þeirra. Var
þá auðveldara, eins og ætíð vill verða, að
finna ósamkvæmnina og brestina í frá-
sögnum þeirra en sanna frásagnir, sem
vafasamar gátu sýnzt, og olli þetta vax-
andi efasemdum á sannleiksgildi sagn-
anna, og jafnvel hafði það þau áhrif, að
fræðimenn og aðrir vildu bæta sér upp
minnkandi trú á sannleiksgildi frásagn-
anna með því að leita þar uppi aukna trú
á bókmenntagildi þeirra og skáldskap.
Enn varð Nordal til þess, sjálfur spá-
maður þessarar stefnu, að rita sérstakt rit
um Hrafnkelssögu Freysgoða, sem talin
hafði verið með sönnustu íslendingasög-
um, og færa fyrir því mjög álitleg rök, að
sagan væri skáldskapur frá rótum. Þetta
varð til þess, að margir þeir, er fylgt
höfðu honum áleiðis, gátu ekki stillt sig
um að fara þá leið til enda. Til þess urðu
sagnfræðingarnir jafnvel enn fúsari en
bókmenntafræðingarnir, þar sem þeir
losnuðu með því við erfiðið að grcina
rétt frá röngu. Þetta kom m. a. fram í
viðhorfinu gagnvart Ara fróða. Nordal
hélt því fram og trúði því fullkomlega,
að krafa Ara um sannindi í íslenzkum
sögum og barátta hans gegn lygisögum
þeim, er Svcrri konungi þóttu skemmti-
legastar, hefði leitt til þess, að þeir, er
sögur rituðu, hefðu lagt sig fram til þess
að segja sannleikann skemmtilega. Þctta
hcfði jafnvel tekizt svo vel, að Karli Jóns-
syni auðnaðist að rita sögu Sverris sjálfs
svo skenuntilega, að jafnaðist við sögur af
Hröngviði víkingi og haugbroti Þráins
bcrserks, og til þessa væri að rekja ágæti
Islcndingasagna og Heimskringlu Snorra
Sturlusonar. En ritstjóri íslandssögu þjóð-
hátíðarútgáfunnar hraut sér veg til frægð-
ar og gengis með því að færa rök að því,
að sagnfræði Ara væri ekki traustari eða
merkilegri en önnur sagnavísindi Islend-
inga forn.
Til þess að höfundur þessarar ritgerð-
ar verði ekki einn til frásagnar um fyrri
og nýrri skoðanir um upphaf íslendinga-
sagna, skal lesendum bent á þrjú og auð-
lesin rit um það efni. Er þar fyrst nefnt rit
norsks prófessors, Knuts Liestöls, Upphavet
til den islendske ættesaga, í þýðingu
Björns Guðfinnssonar. Það heitir í þeirri
þýðingu Uppruni íslendingasagna og er
gefið út af bókadeild Menningarsjóðs
1938. Þar eru furðu gild rök fyrir sagn-
fræðiskoðuninni urn uppruna íslcndinga-
sagna. Fyrir bókmenntastefnunni cru
hins vegar færð skýrust rök öfgalaust í
riti Nordals, Islenzkar fornsögur, er upp-
haflcga var ritað á dönsku fyrir ritsafnið
Nordisk kultur, en þýtt á íslenzku af
Áma Björnssyni og gefið út af Máli og
menningu 1958. Einnig skal bent á til
lesturs rit Nordals, Hrafnkötlu, 7. rit Is-
lenzkra fræða (Studia Islandica), frá
1940.
Þá vil ég, sem ritgerð þessa skrifa, segja
frá mínum kynnum af stefnum þessum
og skoðunum á þeim. Er þá fyrst frá því
að segja, að eg hafði aldrei heyrt, svo að
ég tæki eftir, annan skilning á Islendinga-
sögum en þann, er felst í sagnfræðistefn-
unni, þar til eg kom til Akureyrar 19 ára
gamall til þess að þreyta próf upp í annan
bekk gamla Gagnfræðaskólans, sem nú er
menntaskoli. Þá varð ég af tilviljun áheyr-
andi að viðræðum Erlings föðurbróður
míns og Aðalbjargar Sigurðardóttur um
það, hvort þau tryðu betur frásögn Njáls-
sögu urn atburði þá, er í sögunni gerast,
eða draumi Hermanns Jónassonar um þá.
Var Erlingur hinni viðurkenndu sagn-
fræðistefnu trúr og rökstuddi hana, en
Aðalbjörg trúði draumnum betur. Ég
fann þá, að um þetta efni hafði ég aldrei